Innlent

Forseti á Héraði

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson.
Guðni Th. Jóhannesson. Vísir/Eyþór

Bessastaðir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og kona hans, Eliza Reid, eru í heimsókn á Austurlandi þessa dagana.

Heimsókn forsetahjónanna hófst í gær með kvöldverði með íbúum á Borgarfirði eystra í félagsheimilinu Fjarðarborg. Fyrr um daginn var forsetinn við setningu Alþingis við Austurvöll.

Í dag og á morgun er þétt dagskrá víða um Fljótsdalshérað og Fljótsdalshrepp. Fjölskylduhátíð verður í kvöld í Valaskjálf. „Íbúar eru hvattir til að koma í Valaskjálf og spjalla við forsetann og forsetafrúna yfir kaffibolla,“ segir á vef Fljótsdalshéraðs.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.