Courtois: Skemmtilegt að heyra víkingaklappið Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 11. september 2018 22:17 Thibaut Courtois átti náðugan dag í marki Belga í kvöld. Thibaut Courtois markvörður Belga hafði fremur lítið að gera í leiknum gegn Íslandi í dag og þurfti aðeins einu sinni að taka á hinum stóra sínum þegar hann varði skot frá Gylfa Þór Sigurðssyni í síðari hálfleiknum. „Mér fannst þetta góður leikur og Ísland spilaði vel fyrstu 15 mínúturnar og voru nálægt því að skora. Þeir áttu hættulegar aukaspyrnur og hornspyrnur en svo skoruðum við úr vítinu og annað mark strax í kjölfarið. Við erum lið sem getur haldið boltanum vel og við gerðum það,“ sagði Courtois í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Markvörðurinn öflugi, sem leikur með Real Madrid, sagði belgíska liðið hafa undirbúið sig sérstaklega fyrir föst leikatriði Íslands. „Við vissum að við þyrftum að vera sterkir þar. Við náðum að hreinsa frá þegar þeir áttu löng innköst og ég náði að grípa inní einnig. Mér fannst við verjast mjög vel og þar sem Íslands skorar oft úr föstum leikatriðum hljótum við að vera ánægðir að hafa náð að verjast þeim.“ Courtois sagðist hafa verið hissa þegar hann heyrði af 6-0 tapi Íslands gegn Sviss á laugardag. „Þeir voru eflaust óheppnir þar. Það var fyrsti leikur eftir Heimsmeistaramótið og það er oft erfitt. Við vissum að þeir myndu vilja sýna að það hefðu ekki verið rétt úrslit og ekki í þeirra anda. Við sýndum mikinn þroska og vorum einbeittir á að gera vel.“ Courtois sagði að það hefði verið gaman að heyra víkingaklappið á Laugardalsvellinum og var ánægður með stemmninguna í kvöld. „Þeir tóku víkingaklappið sem var skemmtilegt og okkar stuðningsmenn tóku undir. Þetta er ekki stærsti leikvangurinn en ef það er góð stemmning þá skiptir ekki máli þó það séu ekki nema 10.000 áhorfendur. Það er skemmtilegra að spila á litlum velli með góða stemmningu en á stórum velli sem er hálftómur. Þetta var skemmtilegur leikur og við erum afar ánægðir,“ sagði Thibaut Courtois að lokum. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu mörkin á Laugardalsvelli Ísland og Belgía eigast nú við í leik í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli. 11. september 2018 19:30 Umfjöllun: Ísland - Belgía 0-3 │ Belgar felldu vígið í Laugardalnum Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á Laugardalsvelli í fimm ár í kvöld er stórkostlegt lið Belga vann sannfærandi 3-0 sigur. Liðið er því án stiga og með markatöluna 0-9 eftir tvo leiki í Þjóðadeildinni. Engin draumabyrjun á landsliðsþjálfaraferli Erik Hamrén. 11. september 2018 21:00 Hamrén: Sé ekki eftir því að hafa tekið starfið að mér Þó svo Erik Hamrén sé fúll með niðurstöðu fyrstu landsleikja Íslands undir hans stjórn þá er engan bilbug á honum að finna. 11. september 2018 21:17 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Thibaut Courtois markvörður Belga hafði fremur lítið að gera í leiknum gegn Íslandi í dag og þurfti aðeins einu sinni að taka á hinum stóra sínum þegar hann varði skot frá Gylfa Þór Sigurðssyni í síðari hálfleiknum. „Mér fannst þetta góður leikur og Ísland spilaði vel fyrstu 15 mínúturnar og voru nálægt því að skora. Þeir áttu hættulegar aukaspyrnur og hornspyrnur en svo skoruðum við úr vítinu og annað mark strax í kjölfarið. Við erum lið sem getur haldið boltanum vel og við gerðum það,“ sagði Courtois í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Markvörðurinn öflugi, sem leikur með Real Madrid, sagði belgíska liðið hafa undirbúið sig sérstaklega fyrir föst leikatriði Íslands. „Við vissum að við þyrftum að vera sterkir þar. Við náðum að hreinsa frá þegar þeir áttu löng innköst og ég náði að grípa inní einnig. Mér fannst við verjast mjög vel og þar sem Íslands skorar oft úr föstum leikatriðum hljótum við að vera ánægðir að hafa náð að verjast þeim.“ Courtois sagðist hafa verið hissa þegar hann heyrði af 6-0 tapi Íslands gegn Sviss á laugardag. „Þeir voru eflaust óheppnir þar. Það var fyrsti leikur eftir Heimsmeistaramótið og það er oft erfitt. Við vissum að þeir myndu vilja sýna að það hefðu ekki verið rétt úrslit og ekki í þeirra anda. Við sýndum mikinn þroska og vorum einbeittir á að gera vel.“ Courtois sagði að það hefði verið gaman að heyra víkingaklappið á Laugardalsvellinum og var ánægður með stemmninguna í kvöld. „Þeir tóku víkingaklappið sem var skemmtilegt og okkar stuðningsmenn tóku undir. Þetta er ekki stærsti leikvangurinn en ef það er góð stemmning þá skiptir ekki máli þó það séu ekki nema 10.000 áhorfendur. Það er skemmtilegra að spila á litlum velli með góða stemmningu en á stórum velli sem er hálftómur. Þetta var skemmtilegur leikur og við erum afar ánægðir,“ sagði Thibaut Courtois að lokum.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu mörkin á Laugardalsvelli Ísland og Belgía eigast nú við í leik í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli. 11. september 2018 19:30 Umfjöllun: Ísland - Belgía 0-3 │ Belgar felldu vígið í Laugardalnum Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á Laugardalsvelli í fimm ár í kvöld er stórkostlegt lið Belga vann sannfærandi 3-0 sigur. Liðið er því án stiga og með markatöluna 0-9 eftir tvo leiki í Þjóðadeildinni. Engin draumabyrjun á landsliðsþjálfaraferli Erik Hamrén. 11. september 2018 21:00 Hamrén: Sé ekki eftir því að hafa tekið starfið að mér Þó svo Erik Hamrén sé fúll með niðurstöðu fyrstu landsleikja Íslands undir hans stjórn þá er engan bilbug á honum að finna. 11. september 2018 21:17 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Sjáðu mörkin á Laugardalsvelli Ísland og Belgía eigast nú við í leik í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli. 11. september 2018 19:30
Umfjöllun: Ísland - Belgía 0-3 │ Belgar felldu vígið í Laugardalnum Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á Laugardalsvelli í fimm ár í kvöld er stórkostlegt lið Belga vann sannfærandi 3-0 sigur. Liðið er því án stiga og með markatöluna 0-9 eftir tvo leiki í Þjóðadeildinni. Engin draumabyrjun á landsliðsþjálfaraferli Erik Hamrén. 11. september 2018 21:00
Hamrén: Sé ekki eftir því að hafa tekið starfið að mér Þó svo Erik Hamrén sé fúll með niðurstöðu fyrstu landsleikja Íslands undir hans stjórn þá er engan bilbug á honum að finna. 11. september 2018 21:17
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn