Enski boltinn

Segja Juventus ætla að kaupa Pogba næsta sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Pogba varð að einum besta miðjumanni heims hjá Juventus.
Paul Pogba varð að einum besta miðjumanni heims hjá Juventus. Vísir/Getty
Paul Pogba snéri aftur til Manchester United sumarið 2016 og nú lítur út fyrir að hann gæti snúið aftur til Juventus sumarið 2019.Ítalska blaðið Tuttosport slær því upp í morgun að Juventus ætli að kaupa franska heimsmeistarann næsta sumar.Það yrði vissulega mjög spennandi að sjá fyrir sér Cristiano Ronaldo og Paul Pogba spila saman í búningi Juventus en um leið pirrandi fyrir stuðningsmenn Manchester United sem dreymdi marga um að Ronaldo kæmi aftur „heim“ á Old Trafford og spilaði þar við hlið Pogab.Mikið hefur verið rætt og skrifað um óánægju Paul Pogba í herbúðum Manchester United upp á síðkastið og hann hefur ýtt undir það sjálfum með opnum og áhugaverðum viðtölum um framtíð sína.Juventus keypti Cristiano Ronaldo frá Real Madrid í sumar fyrir hundrað milljónir evra auk bónusa. Ítalska félagið er aftur á móti stórhuga og ætlar að hoppa inn í annað risasumar á félagsskiptamarkaðnum samkvæmt þessum sögusögnum frá Ítalíu.Það fylgir líka sögunni í frétt Tuttosport að félagið ætli einnig að fá Brasilíumanninn Marcelo frá Real Madrid. Fyrirsögnin á fréttinni er að ekkert sé nú lengur ómögulegt fyrir Juventus.Paul Pogba er 25 ára gamall og ætti því að eiga sín bestu ár eftir. Hann spilaði með Juventus frá 2012 til 2016 eða frá 19 ára til 23 ára aldurs. Á þessum tíma varð hann einn besti miðjumaður heims.Paul Pogba hefur aðeins spilað með tveimur félögum í meistaraflokki því hann kom árið 2009 til Manchester United og var með unglingalið félagsins í tvö ár. Hann kom síðan inn í aðalliðið 2011 en fékk litið að spreyta sig og vildi í framhaldinu fara til Ítalíu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.