Enski boltinn

Aguero ekki liðið eins vel í mörg ár

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aguero á Formúlu 1 keppni helgarinnar.
Aguero á Formúlu 1 keppni helgarinnar. vísir/getty

Sergio Aguero, framherji Manchester City, segir að eftir aðgerðina sem hann gekkst undir á síðustu leiktíð hafi honum ekki liðið eins vel í mörg ár.

Eftir að City varð meistari á síðustu leiktíð fór Aguero í aðgerð á hné en það hafði plagað hann í mörg ár. Á nýju tímabili hefur hann byrjað af krafti og hefur skorað fimm mörk.

„Mér líður frábrlega. Doktor Cugat gerði frábæra hluti með hnéð á mér og það eru engin óþægindi,” sagði Aguero í samtali við heimasíðu City.

„Síðustu árin hefur mér af og til verið illt í hnénu og þegar líða fór á tímabilið ákváðum við að það væri best að fara í aðgerð. Útkoman er góð.”

„Ég er ekki viss um að byrjunin á þessu tímabili sé sú betsa hjá mér en mér hefur ekki liðið eins vel í mörg ár. Það sést á leiknum hjá mér. Núna er að halda þessum stíganda,” sagði Argentínumaðurinn að lokum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.