Stefna að því að bæta RÚV upp tekjutapið Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. september 2018 06:00 Tillögurnar voru kynntar á blaðamannafundi í gær. Vísir/Anton Brink „Það er mjög mikilvægt að það ríki samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Við fáum betri og öflugri fjölmiðla ef það er virk og góð samkeppni,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sem kynnti í gær tillögur til að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Meðal tillagnanna er endurgreiðsla ritstjórnarkostnaðar hjá prent- og ljósvakamiðlum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Stefnt er að því að frumvarp þess efnis verði lagt fram eftir áramót og að fyrstu endurgreiðslurnar komi til framkvæmda vegna rekstrarársins 2019. „Þetta eru tillögur sem hafa verið í vinnslu í mennta- og menningarmálaráðuneytinu síðustu átján mánuði. Við höfum unnið þetta með fjölmiðlanefnd og lagt mikla áherslu á alþjóðlegan samanburð. Við vildum skoða hvað væri að gerast annars staðar og hvernig það væri að ganga upp.“ Lilja segir að fjölmiðlar gegni mjög mikilvægu hlutverki, bæði við miðlun upplýsinga í lýðræðissamfélagi og fyrir íslenska tungu. „Ef við berum okkur saman við hin Norðurlöndin, þá er umhverfi einkarekinna fjölmiðla hér annað og þessar aðgerðir miða að því að jafna leikinn.“ Umsvif RÚV á auglýsingamarkaði verða einnig minnkuð. Þar er til skoðunar að banna kostun dagskrárliða og að lækka hámarksfjölda auglýsingamínútna á klukkustund úr átta í sex. Lilja segir að til standi að bæta RÚV upp það tekjutap. „Við stefnum að því. RÚV hefur verið að fá auknar fjárveitingar og við stefnum áfram að því að hafa öflugt RÚV.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Sjá meira
„Það er mjög mikilvægt að það ríki samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Við fáum betri og öflugri fjölmiðla ef það er virk og góð samkeppni,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sem kynnti í gær tillögur til að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Meðal tillagnanna er endurgreiðsla ritstjórnarkostnaðar hjá prent- og ljósvakamiðlum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Stefnt er að því að frumvarp þess efnis verði lagt fram eftir áramót og að fyrstu endurgreiðslurnar komi til framkvæmda vegna rekstrarársins 2019. „Þetta eru tillögur sem hafa verið í vinnslu í mennta- og menningarmálaráðuneytinu síðustu átján mánuði. Við höfum unnið þetta með fjölmiðlanefnd og lagt mikla áherslu á alþjóðlegan samanburð. Við vildum skoða hvað væri að gerast annars staðar og hvernig það væri að ganga upp.“ Lilja segir að fjölmiðlar gegni mjög mikilvægu hlutverki, bæði við miðlun upplýsinga í lýðræðissamfélagi og fyrir íslenska tungu. „Ef við berum okkur saman við hin Norðurlöndin, þá er umhverfi einkarekinna fjölmiðla hér annað og þessar aðgerðir miða að því að jafna leikinn.“ Umsvif RÚV á auglýsingamarkaði verða einnig minnkuð. Þar er til skoðunar að banna kostun dagskrárliða og að lækka hámarksfjölda auglýsingamínútna á klukkustund úr átta í sex. Lilja segir að til standi að bæta RÚV upp það tekjutap. „Við stefnum að því. RÚV hefur verið að fá auknar fjárveitingar og við stefnum áfram að því að hafa öflugt RÚV.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Sjá meira