Fótbolti

PSG liðið mætir í Jordan búningum á Anfield

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjörnur PSG í nýju búningunum.
Stjörnur PSG í nýju búningunum. Mynd/Twitter/@PSG_inside

Paris Saint-Germain kynnti í dag nýja glæsilega keppnisbúinga liðsins sem urðu til eftir samvinnu við Jordan og Nike.

Paris Saint-Germain mætir í Jordan búningnum á Anfield seinna í þessum mánuði þegar liðið spilar við Liverpool í Meistaradeildinni. Frumsýning búningsins í leik verður í Liverpool 18. september næstkomandi

Neymar var í körfuboltabúningi merktum sjálfum Michael Jordan í myndbandinu á samfélagsmiðlum Paris Saint-Germain enda þar á ferðinni stærsta og dýrasta stjarna PSG-liðsins.Nýju PSG-búningarnir eru mjög flottir og þar má sjá hið fræga Jordan-merki í stað Nike-merkisins.

Búningarnir eru svartir frá toppi til táar en teyjurnar minna jafnvel svolítið á búninga Keflvíkinga í fótboltanum hér heima. Það er hins vegar engin rönd framan á Keflavíkurbúningunum.

Hér fyrir neðan má sjá stjörnuprýdda mynd af bestu leikmönnum franska stórliðsins í nýjum búningi.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.