Lífið

Sóli Hólm og Viktoría eiga von á barni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sóli Hólm og Viktoría hafa verið par frá árinu 2016.
Sóli Hólm og Viktoría hafa verið par frá árinu 2016. Fréttablaðið/Stefán/Ernir
Grínistinn Sólmundur Hólm og fjölmiðlakonan Viktoría Hermannsdóttir eiga von á barni. Þetta tilkynnti Sólmundur, betur þekktur sem Sóli, á Instagram-reikningi sínum í dag.

„Nú standa yfir samningaviðræður við Mörtu Hermannsdóttur(84) um að hún rífi fram dagmömmugallann að nýju eftir að hafa lagt hann á hilluna fyrir ári síðan,“ skrifar Sóli en ásamt honum og Viktoríu sést umrædd Marta á myndinni.

„Ástæðan er sú að fjölskyldan á Hringbraut 94 verður 6 manna batterý í mars á næsta ári. Það er því einlægur vilji okkar að Marta — sameiginleg frænka okkar Viktoríu — flytji í kjallarann, verði hornkerling á Hringbrautinni og sjái að mestu um uppeldi barnsins.“

Þá segir Sóli að fjölskyldan sé í skýjunum með erfingjann og að stóru systkinin, sem eru þrjú talsins, séu afar spennt.

Sóli og Viktoría hafa verið par um nokkurt skeið og trúlofuðu sig í júní síðastliðnum. Væntanlegur erfingi er fyrsta barn Sóla og Viktoríu saman.


Tengdar fréttir

„Allan tímann er ég að hugsa, ég er að fara deyja“

„Það var alveg þannig að ég var farinn að staðna en svo bara fékk ég krabbamein og það bjargaði mér,“ segir Sólmundur Hólm Sólmundarson í viðtali við Snorra Björnsson sem heldur úti hlaðvarpsþættinum The Snorri Björns Show.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.