Lífið

Sóli Hólm fór á skeljarnar í París

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sóli Hólm og Viktoría hafa verið par frá árinu 2016.
Sóli Hólm og Viktoría hafa verið par frá árinu 2016. Fréttablaðið/Stefán/Ernir
Grínistinn Sólmundur Hólm og fjölmiðlakonan Viktoría Hermannsdóttir eru trúlofuð. Sóli tilkynnti þetta á Instagram-síðu sinni rétt í þessu. Parið hefur eytt síðustu dögum í París, sem oft er kölluð borg ástarinnar. Sóli og Viktoría áttu bókað flug heim til Íslands í gær en það fór ekki eins og þau höfðu ætlað sér.

„Eitthvað voru örlögin á móti því þar sem við tókum ranga rútu á flugvöllinn og enduðum í Beauvais og misstum af fluginu okkar heim. Sennilega var þetta bara ábending um að við gætum ekki farið heim ótrúlofuð. Ég er að vísu ekki búinn að tala við Hermann sjálfan og fá leyfi en Viktoría er í það minnsta búin að segja já svo við bindum vonir við að komast heim í kvöld.”

Á samfélagsmiðlum þeirra beggja mátti sjá að Sóli skipulagði þessa Parísarferð og sagði Viktoríu kvöldið fyrir brottför að hún þyrfti að pakka niður í tösku fyrir óvissuferð. Ferðinni munu þau sennilega aldrei gleyma.

Lífið óskar turtildúfunum innilega til hamingju með ástina og hvort annað!


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.