Fótbolti

Heimir framlengir í Færeyjum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Heimir verður áfram í Færeyjum.
Heimir verður áfram í Færeyjum. vísir/vilhelm

Heimir Guðjónsson, þjálfari HB í Færeyjum, er búinn að framlengja samning sinn við félagið um eitt ár og starfar því út næstu leiktíð. Frá þessu er greint á heimasíðu HB.

Heimir hefur gert frábæra hluti með HB á sínu fyrsta tímabili en liðið er skammt frá því að fagna Færeyjarmeistaratitlinum en það er með góða forystu í deildinni þegar lítið er eftir.

Þá komst HB í úrslitaleik færeyska bikarsins þar sem að það fór reyndar illa að ráði sínu og missti unninn leik niður í jafntefli og tapaði svo í vítaspyrnukeppni fyrir hinu Þórshafnarliðinu, B36.

Heimir hefur, samkvæmt heimildum Vísis, fengið fyrirspurnir frá íslenskum félögum en nú þýðir lítið að hringja í Heimi sem verður áfram í Færeyum.

Heimir kom til HB frá FH þar sem að hann gerði liðið fimm sinnum að Íslandsmeistara sem þjálfari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.