Fótbolti

Heimir framlengir í Færeyjum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Heimir verður áfram í Færeyjum.
Heimir verður áfram í Færeyjum. vísir/vilhelm
Heimir Guðjónsson, þjálfari HB í Færeyjum, er búinn að framlengja samning sinn við félagið um eitt ár og starfar því út næstu leiktíð. Frá þessu er greint á heimasíðu HB.

Heimir hefur gert frábæra hluti með HB á sínu fyrsta tímabili en liðið er skammt frá því að fagna Færeyjarmeistaratitlinum en það er með góða forystu í deildinni þegar lítið er eftir.

Þá komst HB í úrslitaleik færeyska bikarsins þar sem að það fór reyndar illa að ráði sínu og missti unninn leik niður í jafntefli og tapaði svo í vítaspyrnukeppni fyrir hinu Þórshafnarliðinu, B36.

Heimir hefur, samkvæmt heimildum Vísis, fengið fyrirspurnir frá íslenskum félögum en nú þýðir lítið að hringja í Heimi sem verður áfram í Færeyum.

Heimir kom til HB frá FH þar sem að hann gerði liðið fimm sinnum að Íslandsmeistara sem þjálfari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×