Innlent

Stal rafmagni fyrir 270 þúsund

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Brotið, sem maðurinn játaði undanbragðalaust, var framið með því að maðurinn tengdi rafstreng fyrir hitatúbu húss síns beint inn á aðalvör neysluveitu þess.
Brotið, sem maðurinn játaði undanbragðalaust, var framið með því að maðurinn tengdi rafstreng fyrir hitatúbu húss síns beint inn á aðalvör neysluveitu þess. Vísir/Pjetur
Karlmaður á sextugsaldri var í Héraðsdómi Vestfjarða í vikunni dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela rafmagni frá Orkubúi Vestfjarða (OV). Áætlað verðmæti hinnar stolnu orku er allt að 270 þúsund krónur.

Brotið, sem maðurinn játaði undanbragðalaust, var framið með því að maðurinn tengdi rafstreng fyrir hitatúbu húss síns beint inn á aðalvör neysluveitu þess. Með því komst hann fram hjá raforkumæli OV og þannig kom orkunotkunin ekki fram á orkumælinum. Af þeim sökum var ekki hægt að gefa út reikning fyrir notkuninni.

Talið er að brotið hafi hafist í árslok 2015 og staðið yfir fram í júlí 2017. Áætlað er að hann hafi stolið allt að 34.546 kílóvattstundum af rafmagni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×