Lóðafermetrinn á 45.000 krónur Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 16. september 2018 21:10 Sextán byggingarteymi hafa sótt um að byggja á sjö þróunarreitum í Reykjavík. Af þeim verða sjö teymi valin til að byggja rúmlega fimm hundruð íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Lóðunum verður úthlutað á föstu verði að sögn formanns starfshóps um verkefnið hjá Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg auglýsti fyrr í sumar eftir samstarfsaðilum til að byggja hagkvæmt húsnæði í Reykjavík fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Reitirnir sem um ræðir eru í Úlfarsárdal, á Kjalarnesi. í Gufunesi, í bryggjuhverfi við Elliðaárvog, við stýrimannaskólann, á veðurstofureit og í Skerjafirði. Formaður starfshóps um verkefnið segir að sextán teymi hafi sótt um að taka slík verkefni að sér og nú sé verið að gefa hópunum einkunn. „Aðilinn sem fékk hæstu stigin hann velur sér fyrst lóð og svo koll af kolli þangað til að allar sjö lóðirnar eru komnar í hendurnar á aðilum sem eru tilbúnir að byggja,“ segir Óli Örn Eiríksson formaður starfshóps um hagkvæmt húsnæði hjá Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg gefur samstarfsaðilum hvern lóðafermetra á 45.000 krónur við Stýrimannaskólann og það sama á við um hina byggingarreitina. Þetta er gert til þess að halda húsnæðiskostnaðinum niðri. „Ef við værum með þessa hefðbundnu aðferð borgarinnar við að úthluta lóðum sem er að hafa útboð og hæsta verð fær, það þurrkar út alla möguleika á hagkvæmni í verkefninu,“ segir Óli. Óli telur að húsnæðisformið verði afar mismunandi. „Það eru margir aðilar sem eru búnir að senda inn hugmyndir og þeir vilja koma með einingahús. Svo eru það þessi mismunandi félög, er þetta búseturéttur, er þetta leigufélag, er þetta þrepahúsnæði þar sem þú færð húsið frekar hrátt og ert sjálfur að breyta frítíma þínum í sparnað með því að þú vinnir í húsinu þínu,“ segir Óli. Óli segir að í október verði tilkynnt um hvaða byggingarteymi fái þróunarreitina og vonar að hægt verði að fara af stað með svipað verkefni á næstu árum. „Við erum nú þegar að tala við ríkið um marga reiti eins og við Landhelgisgæsluna og á Keldum þannig að við gætum alveg átt 2020 nýjan lager til þess að senda út,“ segir Óli. Húsnæðismál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Sextán byggingarteymi hafa sótt um að byggja á sjö þróunarreitum í Reykjavík. Af þeim verða sjö teymi valin til að byggja rúmlega fimm hundruð íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Lóðunum verður úthlutað á föstu verði að sögn formanns starfshóps um verkefnið hjá Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg auglýsti fyrr í sumar eftir samstarfsaðilum til að byggja hagkvæmt húsnæði í Reykjavík fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Reitirnir sem um ræðir eru í Úlfarsárdal, á Kjalarnesi. í Gufunesi, í bryggjuhverfi við Elliðaárvog, við stýrimannaskólann, á veðurstofureit og í Skerjafirði. Formaður starfshóps um verkefnið segir að sextán teymi hafi sótt um að taka slík verkefni að sér og nú sé verið að gefa hópunum einkunn. „Aðilinn sem fékk hæstu stigin hann velur sér fyrst lóð og svo koll af kolli þangað til að allar sjö lóðirnar eru komnar í hendurnar á aðilum sem eru tilbúnir að byggja,“ segir Óli Örn Eiríksson formaður starfshóps um hagkvæmt húsnæði hjá Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg gefur samstarfsaðilum hvern lóðafermetra á 45.000 krónur við Stýrimannaskólann og það sama á við um hina byggingarreitina. Þetta er gert til þess að halda húsnæðiskostnaðinum niðri. „Ef við værum með þessa hefðbundnu aðferð borgarinnar við að úthluta lóðum sem er að hafa útboð og hæsta verð fær, það þurrkar út alla möguleika á hagkvæmni í verkefninu,“ segir Óli. Óli telur að húsnæðisformið verði afar mismunandi. „Það eru margir aðilar sem eru búnir að senda inn hugmyndir og þeir vilja koma með einingahús. Svo eru það þessi mismunandi félög, er þetta búseturéttur, er þetta leigufélag, er þetta þrepahúsnæði þar sem þú færð húsið frekar hrátt og ert sjálfur að breyta frítíma þínum í sparnað með því að þú vinnir í húsinu þínu,“ segir Óli. Óli segir að í október verði tilkynnt um hvaða byggingarteymi fái þróunarreitina og vonar að hægt verði að fara af stað með svipað verkefni á næstu árum. „Við erum nú þegar að tala við ríkið um marga reiti eins og við Landhelgisgæsluna og á Keldum þannig að við gætum alveg átt 2020 nýjan lager til þess að senda út,“ segir Óli.
Húsnæðismál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira