Maurizio Sarri: Hazard getur skorað 40 mörk á tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2018 12:00 Eden Hazard fagnar einu marka sinna um helgina. Vísir/Getty Eden Hazard var mikið orðaður við Real Madrid í sumar en ekkert varð úr því að Belginn færi þangað. Nýr knattspyrnustjóri Chelsea hefur síðan heldur betur náð að kveikja í honum í upphafi tímabils og allt er í blóma hjá Hazard á Stamford Bridge. Eden Hazard skoraði þrennu í 4-1 sigri á Cardiff um helgina og hefur skorað fimm mörk í þeim þremur leikjum sem hann hefur byrjað í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur líka tröllatrú á sínum manni og það er ljóst að nýr leikstíll Chelsea undir stjórn Sarri hentar Hazard einstaklega vel.HAZARD FOR GOLDEN BOOT? Maurizio Sarri has backed Eden Hazard to win the Golden Boot, and says he has told the attacking midfielder he can score 40 goals this season. Read: https://t.co/ovxOAGEOwgpic.twitter.com/xQouYaPLqN — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 17, 2018„Við höfum talað saman og ég sagði honum að hann gæti skorað 40 mörk á tímabilinu. Hann þarf að bæta suma hluti en hann getur það alveg,“ sagði Maurizio Sarri. Maurizio Sarri er líka á því að Eden Hazard geti orðið besti knattspyrnumaðurinn í Evrópu. Hazard kom til Chelsea árið 2012 og hefur nú skorað 94 mörk fyrir félagið. Hann hefur aftur á móti aldrei náð að skora tuttugu mörk á einu tímabili. Persónulega metið hans er 19 mörk tímabilið 2014-15 en undanfarin tvö tímabil hefur hann skorað sautján mörk. Mohamed Salah hjá Liverpool vann gullskóinn í fyrra þegar hann skoraði 32 mörk í deildinni og 44 mörk í öllum keppnum.Sarri: 'I thought Hazard was one of the best players in Europe. But now I change my mind, maybe he's the best. But he can improve.' #CHECARpic.twitter.com/P8Im4cOqyt — Chelsea FC (@ChelseaFC) September 15, 2018Með þessum fimm mörkum er Eden Hazard orðinn markahæstur í ensku úrvalsdeildinni. Hann er með marki meira en þeir Romelu Lukaku (Manchester United), Sadio Mane (Liverpool) og Aleksandar Mitrovic (Fulham). Chelsea er á toppnum með fullt hús og aðeins betri markatölu en Liverpool sem hefur líka unnið alla fimm leiki sína. „Við þurfum að bæta okkar leik skref fyrir skref. Mitt markmið er að verða besta liðið á Englandi eftir átján mánuði. Það er markmiðið,“ sagði Maurizio Sarri. „Að mínu mati eru bæði Liverpool og Manchester City með betri lið en við á þessum tímapunktu,“ sagði Sarri. Enski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira
Eden Hazard var mikið orðaður við Real Madrid í sumar en ekkert varð úr því að Belginn færi þangað. Nýr knattspyrnustjóri Chelsea hefur síðan heldur betur náð að kveikja í honum í upphafi tímabils og allt er í blóma hjá Hazard á Stamford Bridge. Eden Hazard skoraði þrennu í 4-1 sigri á Cardiff um helgina og hefur skorað fimm mörk í þeim þremur leikjum sem hann hefur byrjað í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur líka tröllatrú á sínum manni og það er ljóst að nýr leikstíll Chelsea undir stjórn Sarri hentar Hazard einstaklega vel.HAZARD FOR GOLDEN BOOT? Maurizio Sarri has backed Eden Hazard to win the Golden Boot, and says he has told the attacking midfielder he can score 40 goals this season. Read: https://t.co/ovxOAGEOwgpic.twitter.com/xQouYaPLqN — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 17, 2018„Við höfum talað saman og ég sagði honum að hann gæti skorað 40 mörk á tímabilinu. Hann þarf að bæta suma hluti en hann getur það alveg,“ sagði Maurizio Sarri. Maurizio Sarri er líka á því að Eden Hazard geti orðið besti knattspyrnumaðurinn í Evrópu. Hazard kom til Chelsea árið 2012 og hefur nú skorað 94 mörk fyrir félagið. Hann hefur aftur á móti aldrei náð að skora tuttugu mörk á einu tímabili. Persónulega metið hans er 19 mörk tímabilið 2014-15 en undanfarin tvö tímabil hefur hann skorað sautján mörk. Mohamed Salah hjá Liverpool vann gullskóinn í fyrra þegar hann skoraði 32 mörk í deildinni og 44 mörk í öllum keppnum.Sarri: 'I thought Hazard was one of the best players in Europe. But now I change my mind, maybe he's the best. But he can improve.' #CHECARpic.twitter.com/P8Im4cOqyt — Chelsea FC (@ChelseaFC) September 15, 2018Með þessum fimm mörkum er Eden Hazard orðinn markahæstur í ensku úrvalsdeildinni. Hann er með marki meira en þeir Romelu Lukaku (Manchester United), Sadio Mane (Liverpool) og Aleksandar Mitrovic (Fulham). Chelsea er á toppnum með fullt hús og aðeins betri markatölu en Liverpool sem hefur líka unnið alla fimm leiki sína. „Við þurfum að bæta okkar leik skref fyrir skref. Mitt markmið er að verða besta liðið á Englandi eftir átján mánuði. Það er markmiðið,“ sagði Maurizio Sarri. „Að mínu mati eru bæði Liverpool og Manchester City með betri lið en við á þessum tímapunktu,“ sagði Sarri.
Enski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira