Æ fleiri ungmenni telja kannabis ekki skaðlegt Sveinn Arnarsson skrifar 19. september 2018 06:00 Sex sinnum fleiri unglingar telja nú kannabisneyslu skaðlausa en jafnaldrar þeirra fyrir 20 árum vísir/getty Unglingar í dag eru mun jákvæðari gagnvart neyslu kannabisefna en jafnaldrar þeirra voru fyrir 20 árum. Þetta sýna niðurstöður ESPAD-rannsóknar sem lögð hefur verið fyrir 15 ára ungmenni á fjögurra ára fresti allt frá árinu 1995. Árið 1995 töldu 1,9 prósent 15 ára ungmenna hér á landi enga eða litla áhættu fylgja reglulegri kannabisneyslu. Í síðustu rannsókn, sem lögð var fyrir árið 2015, hækkaði hlutfallið í 10,7 prósent. Að sama skapi töldu níu af hverjum tíu ungmennum mikla hættu stafa af reglulegum kannabisreykingum um miðjan tíunda áratuginn. Jafnaldrar þeirra nú sem telja mikla hættu af kannabisreykingum eru aðeins sjö af hverjum tíu.Engilbert Sigurðsson yfirlæknirRannsókninni er stýrt af Ársæli Má Arnarssyni, prófessor í tómstunda- og félagsmálafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann segir normalíseringu kannabisreykinga skipta höfuðmáli þegar kemur að viðhorfi ungmenna til reykinganna. „Þetta er það sem við sjáum í amerískum sjónvarpsþáttum sem þessir krakkar eru að horfa á. Þar er þetta eðlilegur hlutur, að fólk fái sér jónu. Þau auðvitað pikka það upp. Á þessum mótunarárum eru þau að finna út hvað má og hvað má ekki og þetta stóra og mikilvæga félagslega mótunartæki sem sjónvarpsþættir og kvikmyndir eru sýna þetta í jákvæðu ljósi,“ segir Ársæll. Engilbert Sigurðsson, yfirlæknir á geðsviði Landspítala, segir óhætt að fullyrða að regluleg kannabisneysla sé afar skaðleg. „Allar vandaðar rannsóknir benda til þess að regluleg kannabisneysla unglinga hafi slæm áhrif á heilsu þeirra,“ segir Engilbert. „Sér í lagi getur neyslan haft afar slæm áhrif á ungt fólk þar sem saga er um geðsjúkdóma meðal náinna ættingja.“ Ársæll segir samskipti ungmenna við foreldra skipta gríðarlega miklu máli. „Samskipti barna og foreldra á Íslandi eru mjög góð og hafa farið batnandi. Sterk tengsl eru milli jákvæðra samskipta milli foreldra og barna og minni notkunar á vímugjöfum.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Unglingar í dag eru mun jákvæðari gagnvart neyslu kannabisefna en jafnaldrar þeirra voru fyrir 20 árum. Þetta sýna niðurstöður ESPAD-rannsóknar sem lögð hefur verið fyrir 15 ára ungmenni á fjögurra ára fresti allt frá árinu 1995. Árið 1995 töldu 1,9 prósent 15 ára ungmenna hér á landi enga eða litla áhættu fylgja reglulegri kannabisneyslu. Í síðustu rannsókn, sem lögð var fyrir árið 2015, hækkaði hlutfallið í 10,7 prósent. Að sama skapi töldu níu af hverjum tíu ungmennum mikla hættu stafa af reglulegum kannabisreykingum um miðjan tíunda áratuginn. Jafnaldrar þeirra nú sem telja mikla hættu af kannabisreykingum eru aðeins sjö af hverjum tíu.Engilbert Sigurðsson yfirlæknirRannsókninni er stýrt af Ársæli Má Arnarssyni, prófessor í tómstunda- og félagsmálafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann segir normalíseringu kannabisreykinga skipta höfuðmáli þegar kemur að viðhorfi ungmenna til reykinganna. „Þetta er það sem við sjáum í amerískum sjónvarpsþáttum sem þessir krakkar eru að horfa á. Þar er þetta eðlilegur hlutur, að fólk fái sér jónu. Þau auðvitað pikka það upp. Á þessum mótunarárum eru þau að finna út hvað má og hvað má ekki og þetta stóra og mikilvæga félagslega mótunartæki sem sjónvarpsþættir og kvikmyndir eru sýna þetta í jákvæðu ljósi,“ segir Ársæll. Engilbert Sigurðsson, yfirlæknir á geðsviði Landspítala, segir óhætt að fullyrða að regluleg kannabisneysla sé afar skaðleg. „Allar vandaðar rannsóknir benda til þess að regluleg kannabisneysla unglinga hafi slæm áhrif á heilsu þeirra,“ segir Engilbert. „Sér í lagi getur neyslan haft afar slæm áhrif á ungt fólk þar sem saga er um geðsjúkdóma meðal náinna ættingja.“ Ársæll segir samskipti ungmenna við foreldra skipta gríðarlega miklu máli. „Samskipti barna og foreldra á Íslandi eru mjög góð og hafa farið batnandi. Sterk tengsl eru milli jákvæðra samskipta milli foreldra og barna og minni notkunar á vímugjöfum.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira