Fótbolti

Inter með öruggan útisigur á Bologna

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Nainggolan kom Inter á bragðið í dag
Nainggolan kom Inter á bragðið í dag Getty

Inter Milan vann sinn fyrsta sigur í Seríu A deildinni á Ítalíu í dag eftir öruggan útisigur á Bologna.

Fyrir leikinn var Inter aðeins með 1 stig eftir tvær umferðir og þurftu þeir því sigur á að halda í dag til að halda í við stórliðin á toppnum.

Eftir markalausan fyrri hálfleik hrökk Inter í gang í þeim síðari.

Radja Nainggolan skoraði fyrsta mark leiksins á 66. mínútu og tvöfaldaði Antonio Candreva svo forystu gestanna á 82. mínútu.

Þremur mínútum síðar innsiglaði Króatinn Ivan Perisic öruggan 3-0 útisigur Inter. Fyrsti sigur Inter á tímabilinu því staðreynd.

Ítalska stórliðið er því komið með fjögur stig en Bologna er enn með eitt stig í neðri hluta deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.