Hvorki áberandi né kerfisbundið að fiskvinnslur gefi upp of háa ísprósentu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. september 2018 12:17 Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir fátítt að fiskvinnslur gefi upp of háa ísprósentu til að komast yfir óskráðan afla. Í langflestum tilvikum séu eðilegar skýringar á mismun sem komi fram á vigtun afla eftir því hvort eftirlitsmaður er viðstaddur eða ekki. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of háa ísprósentu við vigtun sjávarafla. Það geti þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Þorsteinn Hilmarsson sviðsstjóri hjá Fiskistofu sagði að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. Fyrir tveimur árum hafi komið fyrir að allt að þriðjungsmunur hafi verið á ísprósentu eftir því hvort eftirlitsmaður var viðstaddur eða ekki. Á þessu ári hafi ekki komið fram meiri munur en sex til átta prósent. Þorsteinn sagði að munurinn gæti haft eðlilegar skýringar en ef svo væri ekki gæti verið um gríðarlega fjármuni að ræða þar sem fiskvinnsla gæti verið að fá óskráðan afla til sín. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir afar fátítt að fiskvinnslur stundi slíkt. „Við getum ekki sagt að þetta hafi verið áberandi eða kerfisbundið. Og ég held að gögn fiskistofu staðfesti það. Nú er þetta allt birt, þeirra úttektir, og þar kemur í ljós að frávikin eru óveruleg og þetta eru fáir aðilar sem standa að baki miklum frávikum.“ Heiðrún Lind segir auk þess algengt að útgerðafyrirtæki séu bæði með veiði og fiskvinnslu. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Gríðarlegir hagsmunir við vigtun sjávarafla Fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of stóran hluta af afla sem ís við vigtun. Þetta getur þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Sviðstjóri hjá Fiskistofu segir að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. 1. september 2018 18:30 Meta þarf hvort drónaeftirlit Fiskistofu sé réttlætanlegt Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. 14. ágúst 2018 20:30 Fiskveiðar verði vaktaðar af eftirlitsmönnum í rauntíma Drög að frumvarpi kveða á um að starfsfólk á vegum Fiskistofu geti haft myndavélaeftirlit í rauntíma með fiskveiðum. Í öllum skipum sem stunda veiðar í atvinnuskyni yrði skylt að setja upp virkt myndavélakerfi. 10. ágúst 2018 07:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir fátítt að fiskvinnslur gefi upp of háa ísprósentu til að komast yfir óskráðan afla. Í langflestum tilvikum séu eðilegar skýringar á mismun sem komi fram á vigtun afla eftir því hvort eftirlitsmaður er viðstaddur eða ekki. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of háa ísprósentu við vigtun sjávarafla. Það geti þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Þorsteinn Hilmarsson sviðsstjóri hjá Fiskistofu sagði að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. Fyrir tveimur árum hafi komið fyrir að allt að þriðjungsmunur hafi verið á ísprósentu eftir því hvort eftirlitsmaður var viðstaddur eða ekki. Á þessu ári hafi ekki komið fram meiri munur en sex til átta prósent. Þorsteinn sagði að munurinn gæti haft eðlilegar skýringar en ef svo væri ekki gæti verið um gríðarlega fjármuni að ræða þar sem fiskvinnsla gæti verið að fá óskráðan afla til sín. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir afar fátítt að fiskvinnslur stundi slíkt. „Við getum ekki sagt að þetta hafi verið áberandi eða kerfisbundið. Og ég held að gögn fiskistofu staðfesti það. Nú er þetta allt birt, þeirra úttektir, og þar kemur í ljós að frávikin eru óveruleg og þetta eru fáir aðilar sem standa að baki miklum frávikum.“ Heiðrún Lind segir auk þess algengt að útgerðafyrirtæki séu bæði með veiði og fiskvinnslu.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Gríðarlegir hagsmunir við vigtun sjávarafla Fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of stóran hluta af afla sem ís við vigtun. Þetta getur þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Sviðstjóri hjá Fiskistofu segir að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. 1. september 2018 18:30 Meta þarf hvort drónaeftirlit Fiskistofu sé réttlætanlegt Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. 14. ágúst 2018 20:30 Fiskveiðar verði vaktaðar af eftirlitsmönnum í rauntíma Drög að frumvarpi kveða á um að starfsfólk á vegum Fiskistofu geti haft myndavélaeftirlit í rauntíma með fiskveiðum. Í öllum skipum sem stunda veiðar í atvinnuskyni yrði skylt að setja upp virkt myndavélakerfi. 10. ágúst 2018 07:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Gríðarlegir hagsmunir við vigtun sjávarafla Fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of stóran hluta af afla sem ís við vigtun. Þetta getur þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Sviðstjóri hjá Fiskistofu segir að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. 1. september 2018 18:30
Meta þarf hvort drónaeftirlit Fiskistofu sé réttlætanlegt Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. 14. ágúst 2018 20:30
Fiskveiðar verði vaktaðar af eftirlitsmönnum í rauntíma Drög að frumvarpi kveða á um að starfsfólk á vegum Fiskistofu geti haft myndavélaeftirlit í rauntíma með fiskveiðum. Í öllum skipum sem stunda veiðar í atvinnuskyni yrði skylt að setja upp virkt myndavélakerfi. 10. ágúst 2018 07:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent