Fiskveiðar verði vaktaðar af eftirlitsmönnum í rauntíma Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 10. ágúst 2018 07:00 Markmið frumvarpsins er að auka tiltrú á núverandi kerfi. Vísir/Stefán Fiskistofu munu geta fylgst með veiðum og vinnslu afla í rauntíma með rafrænu myndavélakerfi sem öll fiskveiðiskip skulu hafa um borð. Þetta kemur fram í drögum að frumvarpi sem nú er í umsagnarferli. Kristján Þór Júlíusson ráðherra segir að markmiðið sé að auka tiltrú á fiskveiðistjórnunarkerfinu en of snemmt sé að segja til um hvernig endanleg mynd frumvarpsins verði. Um er að ræða breytingar á lögum um stjórn fiskveiða annars vegar og lögum um Fiskistofu hins vegar. Samkvæmt frumvarpsdrögunum skulu öll skip sem stunda veiðar í atvinnuskyni í fiskveiðilögsögu Íslands hafa um borð virkt, rafrænt myndavélakerfi, sem fylgist með veiðum og vinnslu afla. Í eftirlitsskyni skulu starfsmenn Fiskistofu hafa aðgang að vöktunarkerfunum. Þannig hafa þeir aðgang að myndavélum í löndunarhöfnum, hjá vigtunarleyfishöfum og um borð í þeim skipum sem skylt er að hafa slíkan myndavélabúnað. Jafnframt skulu starfsmenn Fiskistofu hafa aðgang að rafrænum upplýsingum um niðurstöðu vigtunar með tengingu við vigtarbúnað vigtunarleyfishafa.Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.Fréttablaðið/Ernir„Stefnan í grunninn er sú að auka tiltrú á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Sem betur fer hefur hún vaxið en annað slagið fáum við upplýsingar um það að afla sé landað fram hjá og öll þekkjum við umræðuna um brottkastið,“ segir Kristján Þór Júlíusson, ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðar. Kristján segir erfitt að tjá sig um endanlega útfærslu áður en ráðuneytið hafi tekið afstöðu og tillit til athugasemda við drögin. Of snemmt sé að segja til um hvernig frumvarpið komi til með að líta út á endanum. „Við treystum á að þetta verði þannig úr garði gert að vöktunarkerfið, ef af því verður, verði þannig að það gefi sem mestan árangur með sem minnstum kostnaði og fyrirhöfn fyrir þá sem kerfið vakta.“ Fréttablaðið falaðist eftir viðbrögðum Sjómannasambandsins. Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri sagði að í fljótu bragði legðist sambandið ekki gegn frumvarpinu en eftir væri að rýna betur í það. „Við teljum í grunninn að Fiskistofa þurfi heimildir til að geta haft eftirlit. Það er engin ástæða til annars en að stofnunin hafi öll þau gögn og öll þau tæki til þess að sannfæra sig um að það sé rétt vigtað og rétt gefið upp.“Drónar vakti veiðarnar Frumvarpsdrögin kveða einnig á um að eftirlitsmönnum Fiskistofu sé heimilt að nota fjarstýrð loftför, þ.e. dróna, í eftirlitsstörfum sínum. Eyþór Björnsson fiskistofustjóri segir mikil tækifæri fólgin í beitingu slíkrar tækni. „Við sjáum tækifæri í að beita drónum bæði á landi og sjó og horfum til reynslu nágrannaþjóða eins og Dana sem hafa fikrað sig áfram með þetta,“ segir Eyþór. Hann segir að um sé að ræða framtíðarsýn og því hafi Fiskistofa ekki mótað fyrirkomulag drónaeftirlitsins enn sem komið er. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tækni Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Fiskistofu munu geta fylgst með veiðum og vinnslu afla í rauntíma með rafrænu myndavélakerfi sem öll fiskveiðiskip skulu hafa um borð. Þetta kemur fram í drögum að frumvarpi sem nú er í umsagnarferli. Kristján Þór Júlíusson ráðherra segir að markmiðið sé að auka tiltrú á fiskveiðistjórnunarkerfinu en of snemmt sé að segja til um hvernig endanleg mynd frumvarpsins verði. Um er að ræða breytingar á lögum um stjórn fiskveiða annars vegar og lögum um Fiskistofu hins vegar. Samkvæmt frumvarpsdrögunum skulu öll skip sem stunda veiðar í atvinnuskyni í fiskveiðilögsögu Íslands hafa um borð virkt, rafrænt myndavélakerfi, sem fylgist með veiðum og vinnslu afla. Í eftirlitsskyni skulu starfsmenn Fiskistofu hafa aðgang að vöktunarkerfunum. Þannig hafa þeir aðgang að myndavélum í löndunarhöfnum, hjá vigtunarleyfishöfum og um borð í þeim skipum sem skylt er að hafa slíkan myndavélabúnað. Jafnframt skulu starfsmenn Fiskistofu hafa aðgang að rafrænum upplýsingum um niðurstöðu vigtunar með tengingu við vigtarbúnað vigtunarleyfishafa.Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.Fréttablaðið/Ernir„Stefnan í grunninn er sú að auka tiltrú á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Sem betur fer hefur hún vaxið en annað slagið fáum við upplýsingar um það að afla sé landað fram hjá og öll þekkjum við umræðuna um brottkastið,“ segir Kristján Þór Júlíusson, ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðar. Kristján segir erfitt að tjá sig um endanlega útfærslu áður en ráðuneytið hafi tekið afstöðu og tillit til athugasemda við drögin. Of snemmt sé að segja til um hvernig frumvarpið komi til með að líta út á endanum. „Við treystum á að þetta verði þannig úr garði gert að vöktunarkerfið, ef af því verður, verði þannig að það gefi sem mestan árangur með sem minnstum kostnaði og fyrirhöfn fyrir þá sem kerfið vakta.“ Fréttablaðið falaðist eftir viðbrögðum Sjómannasambandsins. Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri sagði að í fljótu bragði legðist sambandið ekki gegn frumvarpinu en eftir væri að rýna betur í það. „Við teljum í grunninn að Fiskistofa þurfi heimildir til að geta haft eftirlit. Það er engin ástæða til annars en að stofnunin hafi öll þau gögn og öll þau tæki til þess að sannfæra sig um að það sé rétt vigtað og rétt gefið upp.“Drónar vakti veiðarnar Frumvarpsdrögin kveða einnig á um að eftirlitsmönnum Fiskistofu sé heimilt að nota fjarstýrð loftför, þ.e. dróna, í eftirlitsstörfum sínum. Eyþór Björnsson fiskistofustjóri segir mikil tækifæri fólgin í beitingu slíkrar tækni. „Við sjáum tækifæri í að beita drónum bæði á landi og sjó og horfum til reynslu nágrannaþjóða eins og Dana sem hafa fikrað sig áfram með þetta,“ segir Eyþór. Hann segir að um sé að ræða framtíðarsýn og því hafi Fiskistofa ekki mótað fyrirkomulag drónaeftirlitsins enn sem komið er.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tækni Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira