Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. september 2018 19:28 Stjórnvöld brjóta á réttindum sjúklinga með því að taka ekki þátt í kostnaði þeirra við læknisþjónustu segir sérfræðilæknir í taugalækningum sem opnaði stofu í dag án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. Hundrað manns hafa nú þegar bókað tíma hjá lækninum og greiða tæpar tuttugu þúsund krónur fyrir heimsóknina. Um er að ræða Önnu Björnsdóttur sem lauk sérfræðinámi í Parkinsons-sjúkdómnum í fyrra. Velferðarráðuneytið hafnaði umsókn hennar um aðild að rammasamningi sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands í sumar þrátt fyrir að skort sé á taugalæknum á Íslandi. Áður en Anna opnaði stofuna sína í dag leitaði hún á ný eftir svörum yfirvalda. „Ráðuneytið stöðvaði þá, bæði í að taka mig inn á samning þrátt fyrir augljósa þörf sem landlæknir er búinn að greina og burtséð frá því neita þeir líka að niðurgreiða þann kostnað sem sjúklingarnar beri af heimsókninni til mín,“ segir Anna. Hundrað manns hafa nú þegar pantað tíma hjá Önnu sem er verulega ósátt við stöðuna. Hún segir óásættanlegt að Sjúkratryggingar taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga sinna og að það sé brot á réttindum þeirra til sjúkratrygginga.Ráðherra vísar á forvera sína Það er undir Önnu sjálfri komið hvaða verðskrá gildir en hún hefur ákveðið að fara eftir gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands. „Viðtal og skoðun, fyrsti tími sem tekur um klukkutíma, er rétt tæpar tuttugu þúsund krónur. En það er algerlega undir mér komið. Ég tel þetta ódýra þjónustu þar sem tíminn til mín í Bandaríkjunum þar sem ég starfaði áður kostaði á bilinu fimmtíu til sextíu þúsund krónur,“ segir hún. Heilbrigisráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrir helgi þegar hún var spurð út í gagnrýni kerfið að ekki stæði til í að gera breytingar en ástæða væri til að skoða málið. Vísaði hún ábyrgð á fyrirkomulaginu á forvera sína í embætti. „En það er alveg sannarlega ástæða til þess að skoða þetta og það sem ég hef verið mest hugsi yfir er kannski það að staðreyndin skuli vera sú að fólk skuli vera að bíða mánuðum saman,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Tengdar fréttir Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Stjórnvöld brjóta á réttindum sjúklinga með því að taka ekki þátt í kostnaði þeirra við læknisþjónustu segir sérfræðilæknir í taugalækningum sem opnaði stofu í dag án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. Hundrað manns hafa nú þegar bókað tíma hjá lækninum og greiða tæpar tuttugu þúsund krónur fyrir heimsóknina. Um er að ræða Önnu Björnsdóttur sem lauk sérfræðinámi í Parkinsons-sjúkdómnum í fyrra. Velferðarráðuneytið hafnaði umsókn hennar um aðild að rammasamningi sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands í sumar þrátt fyrir að skort sé á taugalæknum á Íslandi. Áður en Anna opnaði stofuna sína í dag leitaði hún á ný eftir svörum yfirvalda. „Ráðuneytið stöðvaði þá, bæði í að taka mig inn á samning þrátt fyrir augljósa þörf sem landlæknir er búinn að greina og burtséð frá því neita þeir líka að niðurgreiða þann kostnað sem sjúklingarnar beri af heimsókninni til mín,“ segir Anna. Hundrað manns hafa nú þegar pantað tíma hjá Önnu sem er verulega ósátt við stöðuna. Hún segir óásættanlegt að Sjúkratryggingar taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga sinna og að það sé brot á réttindum þeirra til sjúkratrygginga.Ráðherra vísar á forvera sína Það er undir Önnu sjálfri komið hvaða verðskrá gildir en hún hefur ákveðið að fara eftir gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands. „Viðtal og skoðun, fyrsti tími sem tekur um klukkutíma, er rétt tæpar tuttugu þúsund krónur. En það er algerlega undir mér komið. Ég tel þetta ódýra þjónustu þar sem tíminn til mín í Bandaríkjunum þar sem ég starfaði áður kostaði á bilinu fimmtíu til sextíu þúsund krónur,“ segir hún. Heilbrigisráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrir helgi þegar hún var spurð út í gagnrýni kerfið að ekki stæði til í að gera breytingar en ástæða væri til að skoða málið. Vísaði hún ábyrgð á fyrirkomulaginu á forvera sína í embætti. „En það er alveg sannarlega ástæða til þess að skoða þetta og það sem ég hef verið mest hugsi yfir er kannski það að staðreyndin skuli vera sú að fólk skuli vera að bíða mánuðum saman,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Tengdar fréttir Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22