Engin ályktun í pósti frá Airbus Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. september 2018 08:00 Fimm létust er herþyrla fórst sekúndum eftir flugtak í Suður-Kóreu 17. júlí. Rannsókn á orsökunum stendur enn yfir. Airbus segist ekki hafa veitt Landhelgisgæslu Íslands neinar trúnaðarupplýsingar um orsakir þyrluslyss í Suður-Kóreu í júlí. „Þvert á það sem Airbus sagði upphaflega virðist fyrirtækið ekki telja að um trúnaðarupplýsingar sé að ræða ef marka má svar fyrirtækisins við fyrirspurn Fréttablaðsins,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. MUH-1 herþyrla sem fórst í Suður-Kóreu 17. júlí í sumar er búin sams konar gírkassa og eru í tveimur Airbus Super Puma þyrlum sem Landhelgisgæslan hefur samið um leigu á. Galli í slíkum gírkassa olli tveimur mannskæðum slysum; í Skotlandi 2009 og í Noregi 2016. Rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi sagði nú í júlí að endurhanna þyrfti umræddan gírkassa. Í öllum þessum þremur tilfellum losnuðu spaðarnir ofan af þyrlunni. Fram kom í Fréttablaðinu í júlí að flugmenn Landhelgisgæslunnar væru hugsi yfir væntanlegri komu þessara þyrla til stofnunarinnar.Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.„Samkvæmt upplýsingum sem Landhelgisgæslan hefur frá Airbus og fleirum virðist ekki vera um eins atvik að ræða og fyrri slys sem tengst hafa bilunum í gírkassa,“ sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Gæslunnar, í svari til Fréttablaðsins í kjölfarið. Vegna þessa svars frá Landhelgisgæslunni óskaði Fréttablaðið eftir afritum af samskiptum stofnunarinnar við Airbus um málið. Því var hafnað: „Í ljósi þess að um er að ræða upplýsingar sem varða rannsókn sem enn stendur yfir, er Landhelgisgæslunni ekki heimilt að afhenda umrædd gögn á grundvelli upplýsingalaga,“ sagði í synjuninni. „Varðandi spurningu þína, þá vinsamlegast athugaðu að við erum skuldbundin til að veita viðskiptavinum okkar allar þær upplýsingar sem þeir óska til að tryggja öruggan rekstur á þeirra þyrlum,“ segir í svari frá Guillaume Steuer, yfirmanni frétta- og fjölmiðlatengladeildar Airbus. „Að því sögðu get ég staðfest að við höfum ekki deilt neinum trúnaðarupplýsingum með Landhelgisgæslu Íslands varðandi mögulegar orsakir MUH-1 slyssins þar sem rannsóknin er enn í gangi undir forystu kóreskra yfirvalda.“ Airbus gerði Landhelgisgæslunni viðvart um fyrirspurn Fréttablaðsins og svar fyrirtækisins við henni. „Á sama tíma og Airbus segist ekki hafa veitt Landhelgisgæslunni neinar trúnaðarupplýsingar um rannsókn slyssins í Suður-Kóreu biður fyrirtækið Landhelgisgæsluna um að gæta trúnaðar vegna upplýsinga sem veittar voru símleiðis um rannsókn sama slyss. Landhelgisgæslan mun því afhenda afrit af umræddum samskiptum,“ segir Ásgeir upplýsingafulltrúi í tölvuskeyti til blaðsins. Fréttablaðið fékk því í gær afrit af svarpósti frá starfsmanni Airbus við fyrirspurn tæknistjóra Landhelgisgæslunnar sem vildi fá að vita hvort vegna slyssins í Suður-Kóreu væri eitthvað að óttast í sambandi við þyrlurnar sem hingað eru væntanlegar. Í þeim pósti eru taldar upp nokkrar skemmdir á þyrlunni en þar er hins vegar ekki að finna neinar ályktanir um orsakir slyssins. „Samkvæmt upplýsingum sem Landhelgisgæslan hefur frá Sylvain Paquereau, starfsmanni Airbus, virðist ekki vera um eins atvik að ræða og fyrri slys sem tengst hafa bilunum í gírkassa,“ er þó ítrekað í póstinum frá Gæslunni í gær. Þetta rímar við frásagnir fjölmiðla í Suður-Kóreu. Þeir hafa haft eftir embættismönnum að ekki sé um sams konar slys að ræða og í Noregi 2016 þar sem galli í gírkassa varð til þess að spaðar þyrlunnar losnuðu af. Í nýlegum fréttum er þó undirstrikað að enn séu öll atriði til skoðunar í rannsókninni. Von sé á bráðabirgðaskýrslu um atvikið nú í september. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Endurskoði leigu á þyrlum til Gæslunnar Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna reiknar með að Landhelgisgæslan endurmeti leigu á Super Puma þyrlum með umdeildum gírkassa eftir þyrluslys í Suður-Kóreu í síðustu viku. 27. júlí 2018 06:00 Þyrlur sem Gæslunni bjóðast ekki skráðar hér nema ítrasta öryggis sé gætt Galli í gírkassa olli því að Super Puma þyrla sömu gerðar og Landhelgisgæslunni býðst til leigu, hrapaði á Þurey í Noregi árið 2016 með þeim afleiðingum að þrettán manns fórust. 6. júlí 2018 18:45 Gæslan neitar að sýna spilin í þyrlumáli Eftir fjögurra vikna yfirlegu hafnar Landhelgisgæslan því að afhenda afrit af samskiptum við Airbus. Gæslan fullyrti að samkvæmt Airbus ætti þyrluslys í Suður-Kóreu sér aðrar orsakir en galla í gírkassa, eins og þeim sem eru í þyrlum sem eru á leið til landsins frá Noregi 30. ágúst 2018 08:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Airbus segist ekki hafa veitt Landhelgisgæslu Íslands neinar trúnaðarupplýsingar um orsakir þyrluslyss í Suður-Kóreu í júlí. „Þvert á það sem Airbus sagði upphaflega virðist fyrirtækið ekki telja að um trúnaðarupplýsingar sé að ræða ef marka má svar fyrirtækisins við fyrirspurn Fréttablaðsins,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. MUH-1 herþyrla sem fórst í Suður-Kóreu 17. júlí í sumar er búin sams konar gírkassa og eru í tveimur Airbus Super Puma þyrlum sem Landhelgisgæslan hefur samið um leigu á. Galli í slíkum gírkassa olli tveimur mannskæðum slysum; í Skotlandi 2009 og í Noregi 2016. Rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi sagði nú í júlí að endurhanna þyrfti umræddan gírkassa. Í öllum þessum þremur tilfellum losnuðu spaðarnir ofan af þyrlunni. Fram kom í Fréttablaðinu í júlí að flugmenn Landhelgisgæslunnar væru hugsi yfir væntanlegri komu þessara þyrla til stofnunarinnar.Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.„Samkvæmt upplýsingum sem Landhelgisgæslan hefur frá Airbus og fleirum virðist ekki vera um eins atvik að ræða og fyrri slys sem tengst hafa bilunum í gírkassa,“ sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Gæslunnar, í svari til Fréttablaðsins í kjölfarið. Vegna þessa svars frá Landhelgisgæslunni óskaði Fréttablaðið eftir afritum af samskiptum stofnunarinnar við Airbus um málið. Því var hafnað: „Í ljósi þess að um er að ræða upplýsingar sem varða rannsókn sem enn stendur yfir, er Landhelgisgæslunni ekki heimilt að afhenda umrædd gögn á grundvelli upplýsingalaga,“ sagði í synjuninni. „Varðandi spurningu þína, þá vinsamlegast athugaðu að við erum skuldbundin til að veita viðskiptavinum okkar allar þær upplýsingar sem þeir óska til að tryggja öruggan rekstur á þeirra þyrlum,“ segir í svari frá Guillaume Steuer, yfirmanni frétta- og fjölmiðlatengladeildar Airbus. „Að því sögðu get ég staðfest að við höfum ekki deilt neinum trúnaðarupplýsingum með Landhelgisgæslu Íslands varðandi mögulegar orsakir MUH-1 slyssins þar sem rannsóknin er enn í gangi undir forystu kóreskra yfirvalda.“ Airbus gerði Landhelgisgæslunni viðvart um fyrirspurn Fréttablaðsins og svar fyrirtækisins við henni. „Á sama tíma og Airbus segist ekki hafa veitt Landhelgisgæslunni neinar trúnaðarupplýsingar um rannsókn slyssins í Suður-Kóreu biður fyrirtækið Landhelgisgæsluna um að gæta trúnaðar vegna upplýsinga sem veittar voru símleiðis um rannsókn sama slyss. Landhelgisgæslan mun því afhenda afrit af umræddum samskiptum,“ segir Ásgeir upplýsingafulltrúi í tölvuskeyti til blaðsins. Fréttablaðið fékk því í gær afrit af svarpósti frá starfsmanni Airbus við fyrirspurn tæknistjóra Landhelgisgæslunnar sem vildi fá að vita hvort vegna slyssins í Suður-Kóreu væri eitthvað að óttast í sambandi við þyrlurnar sem hingað eru væntanlegar. Í þeim pósti eru taldar upp nokkrar skemmdir á þyrlunni en þar er hins vegar ekki að finna neinar ályktanir um orsakir slyssins. „Samkvæmt upplýsingum sem Landhelgisgæslan hefur frá Sylvain Paquereau, starfsmanni Airbus, virðist ekki vera um eins atvik að ræða og fyrri slys sem tengst hafa bilunum í gírkassa,“ er þó ítrekað í póstinum frá Gæslunni í gær. Þetta rímar við frásagnir fjölmiðla í Suður-Kóreu. Þeir hafa haft eftir embættismönnum að ekki sé um sams konar slys að ræða og í Noregi 2016 þar sem galli í gírkassa varð til þess að spaðar þyrlunnar losnuðu af. Í nýlegum fréttum er þó undirstrikað að enn séu öll atriði til skoðunar í rannsókninni. Von sé á bráðabirgðaskýrslu um atvikið nú í september.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Endurskoði leigu á þyrlum til Gæslunnar Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna reiknar með að Landhelgisgæslan endurmeti leigu á Super Puma þyrlum með umdeildum gírkassa eftir þyrluslys í Suður-Kóreu í síðustu viku. 27. júlí 2018 06:00 Þyrlur sem Gæslunni bjóðast ekki skráðar hér nema ítrasta öryggis sé gætt Galli í gírkassa olli því að Super Puma þyrla sömu gerðar og Landhelgisgæslunni býðst til leigu, hrapaði á Þurey í Noregi árið 2016 með þeim afleiðingum að þrettán manns fórust. 6. júlí 2018 18:45 Gæslan neitar að sýna spilin í þyrlumáli Eftir fjögurra vikna yfirlegu hafnar Landhelgisgæslan því að afhenda afrit af samskiptum við Airbus. Gæslan fullyrti að samkvæmt Airbus ætti þyrluslys í Suður-Kóreu sér aðrar orsakir en galla í gírkassa, eins og þeim sem eru í þyrlum sem eru á leið til landsins frá Noregi 30. ágúst 2018 08:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Endurskoði leigu á þyrlum til Gæslunnar Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna reiknar með að Landhelgisgæslan endurmeti leigu á Super Puma þyrlum með umdeildum gírkassa eftir þyrluslys í Suður-Kóreu í síðustu viku. 27. júlí 2018 06:00
Þyrlur sem Gæslunni bjóðast ekki skráðar hér nema ítrasta öryggis sé gætt Galli í gírkassa olli því að Super Puma þyrla sömu gerðar og Landhelgisgæslunni býðst til leigu, hrapaði á Þurey í Noregi árið 2016 með þeim afleiðingum að þrettán manns fórust. 6. júlí 2018 18:45
Gæslan neitar að sýna spilin í þyrlumáli Eftir fjögurra vikna yfirlegu hafnar Landhelgisgæslan því að afhenda afrit af samskiptum við Airbus. Gæslan fullyrti að samkvæmt Airbus ætti þyrluslys í Suður-Kóreu sér aðrar orsakir en galla í gírkassa, eins og þeim sem eru í þyrlum sem eru á leið til landsins frá Noregi 30. ágúst 2018 08:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent