Innlent

Krefur Ísafjörð um fjármagn

Sveinn Arnarsson skrifar
Lilja Rafney Magnúsdóttir er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar.
Lilja Rafney Magnúsdóttir er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar. Vísir/vilhelm
Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuvegandefndar Alþingis, hefur sent Ísafjarðarbæ bréf þar sem hún fer fram á að fjármagni verði varið til endurbóta á félagsheimili Súgfirðinga á Suðureyri.

„Salernisaðstaðan er löngu orðin léleg og barn síns tíma og ekkert aðgengi fyrir fatlaða, við erum því að skoða möguleika á að færa hana í ónýtt pláss í húsinu sem var búningsaðstaða þegar leikfimikennsla var í húsinu,“ skrifar Lilja í bréfi til bæjarins.

Lilja er formaður stjórnar hollvinasamtaka félagsheimilisins.

„Við í stjórn Hofsú óskum eftir því að vel verði tekið í þessa málaleitan okkar um að Ísafjarðarbær láti fara fram úttekt á þeim hluta hússins sem um ræðir og geri ráð fyrir fjármunum til verksins við gerð næstu fjárhagsáætlunar,“ bætir Lilja Rafney við. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×