Fótbolti

Elín Metta: Ætluðum okkur meira

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Elín í leik gegn Færeyjum fyrr á þessu ári.
Elín í leik gegn Færeyjum fyrr á þessu ári. vísir/daníel

Elín Metta Jensen, framherji Íslands, segir að liðið hafi ætlað sér meira en bara jafntefli gegn Tékklandi á heimavelli í kvöld.

„Það er ekki hægt að segja annað en að þetta séu gífurleg vonbrigði,” sagði Elín Metta í leikslok.

„Við ætluðum okkur meira. Við ætluðum okkur að komast áfram en það tókst ekki.”

Ísland fékk heldur betur færin til þess að skora fleiri en eitt mark og var Elín sammála því.

„Já, algjörlega. Við vorum óheppnar í dag og svona er þetta stundum,” en var þetta ekki víti í fyrri hálfleik þegar Elín var straujuð?

„Jú, að mínu mati var þetta víti. Ég reyndi að fara framhjá markverðinum og mér fannst hún taka mig niður.”

Hvað fannst henni vanta í dag?

„Kannski gátum við verið aðeins nær þeim og spilað boltanum aðeins betur okkar á milli en það er voða auðvelt að segja það eftir á.”


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.