Innlent

Bólusetning við inflúensu hefst í októbermánuði

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Samkvæmt tilkynningu frá Embætti landlæknis verður bóluefnið tilbúið til afhendingar frá innflytjanda í næstu viku.
Samkvæmt tilkynningu frá Embætti landlæknis verður bóluefnið tilbúið til afhendingar frá innflytjanda í næstu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

Bóluefni gegn árlegri inflúensu er komið til landsins. Samkvæmt tilkynningu frá Embætti landlæknis verður bóluefnið tilbúið til afhendingar frá innflytjanda í næstu viku. Búist er við að bólusetningar hefjist í október en það verður auglýst á næstunni.

Sóttvarnalæknir mælist til þess að áhættuhópar njóti forgangs við bólusetningar. Þar er um að ræða einstaklinga 60 ára og eldri, einstaklinga sem þjást af langvinnum sjúkdómum, heilbrigðisstarfsmenn og þungaðar konur.

Athygli er vakin á því að umræddir hópar eigi rétt á bóluefninu sér að kostnaðarlausu.

Alls verða um 65 þúsund skammtar til ráðstöfunar og munu heilsugæslustöðvar, læknastofur og aðrar sjúkrastofnanir fá forskot til að panta bóluefni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.