Strákarnir okkar fá tvö tækifæri til að gera eitthvað sem aldrei hefur tekist áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2018 17:00 Gylfi Þór Sigurðsson í leik með íslenska 21 árs landsliðinu í leik á móti Sviss í úrslitakeppni EM U21 í Danmörku sumarið 2011. Sviss vann leikinn 2-0. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik í Þjóðadeildinni á morgun á móti Sviss og aðeins þremur dögum síðar er komið að leik á móti Belgíu í Laugardalnum. Srákarnir okkar eru margoft búnir að endurskrifa íslensku fótboltasöguna á síðustu árum meðal annars með því að komast á bæði EM og HM í fyrsta sinn sem og að koma íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í hóp tuttugu bestu landsliða á FIFA-listanum. Á næstu dögum getur íslenska landsliðið enn á ný afrekað eitthvað sem því hefur aldrei tekist áður. Íslenska karlalandsliðið hefur nefnilega aldrei náð að vinna Sviss eða Belgíu hjá A-landsliðum karla. Leikirnir á næstu fjórum dögum verða sextándu og sautjándu tilraunir íslenska karlalandsliðsins við að vinna þessari tvær öflugur knattspyrnuþjóðir.Jóhann Berg Guðmundsson skorar eitt af þremur mörkum sínum í Bern í september 2013.Vísir/EPAÍsland hefur mætt Sviss sex sinnum og eini leikurinn sem tapaðist ekki var ótrúlegur endurkomuleikur í Bern í september 2013. Sviss komst í 4-1 í leiknum en íslensku strákarnir tryggðu sér jafntefli með því að skora þrjú mörk á síðustu 35 mínútunum. Jóhann Berg Guðmundsson skoraði þrennu í leiknum en hann er fjarri góðu gamni núna. Fjórða markið skoraði síðan Kolbeinn Sigþórsson sem er aftur kominn inn í íslenska landsliðshópinn. Hinir fimm leikirnir á móti Sviss hafa allir tapaðst en enginn þeirra þó með meira en tveimur mörkum. Uppskeran er því eitt jafntefli í sex leikjum og markatalan er -8 (5-13). Eina markið sem kom ekki í þessum leik í Bern fyrir fimm árum skoraði Janus Guðlaugsson í 1-2 tapi á Laugardalsvellinum 9. júní 1979.Alfreð Finnbogason fagnar marki sínu á móti Belgíu í nóvember 2014.Vísir/GettyÁrangurinn á móti Sviss er ekki góður en hann er enn verri á móti Belgíu. Þjóðirnar hafa mæst níu sinnum hjá A-landsliðum karla og Belgar hafa unnið í öll níu skiptin. Síðasti leikur þjóðanna var vináttulandsleikur í Brussel 12. nóvember 2014 en Belgar unnu þann leik 3-1. Alfreð Finnbogason skoraði mark íslenska liðsins í leiknum en hann er frá vegna meiðsla í þessum leik. Mark Alfreðs er eitt af sex íslensku mörkum á móti Belgum en aðrir sem hafa skoraði í landsleik á móti Belgíu eru Þórður Þórðarson (3) og Ríkharður Jónsson (2). Þessi fimm mörk þessara tveggja goðsagna úr fyrsta gullaldarliði Skagamanna komu í tveimur tapleikjum í undankeppni HM 1958, 3-8 og 2-5, sem fóru fram sumarið 1957. Markatalan í leikjunum níu á móti Belgum er -26 (6-32).Íslenska landsliðið er því með 0 sigra, 1 jafntefli og 14 töp í fimmtán landsleikjum sínum við Belgíu og Sviss og markatalan er -34 (11-45). Það sést á þessu að það er fyrir löngu kominn tími að laga þessa tölfræði og vonandi tekst það hjá strákunum okkur um leið og þeir þreyta frumraun sína í Þjóðadeildinni. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik í Þjóðadeildinni á morgun á móti Sviss og aðeins þremur dögum síðar er komið að leik á móti Belgíu í Laugardalnum. Srákarnir okkar eru margoft búnir að endurskrifa íslensku fótboltasöguna á síðustu árum meðal annars með því að komast á bæði EM og HM í fyrsta sinn sem og að koma íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í hóp tuttugu bestu landsliða á FIFA-listanum. Á næstu dögum getur íslenska landsliðið enn á ný afrekað eitthvað sem því hefur aldrei tekist áður. Íslenska karlalandsliðið hefur nefnilega aldrei náð að vinna Sviss eða Belgíu hjá A-landsliðum karla. Leikirnir á næstu fjórum dögum verða sextándu og sautjándu tilraunir íslenska karlalandsliðsins við að vinna þessari tvær öflugur knattspyrnuþjóðir.Jóhann Berg Guðmundsson skorar eitt af þremur mörkum sínum í Bern í september 2013.Vísir/EPAÍsland hefur mætt Sviss sex sinnum og eini leikurinn sem tapaðist ekki var ótrúlegur endurkomuleikur í Bern í september 2013. Sviss komst í 4-1 í leiknum en íslensku strákarnir tryggðu sér jafntefli með því að skora þrjú mörk á síðustu 35 mínútunum. Jóhann Berg Guðmundsson skoraði þrennu í leiknum en hann er fjarri góðu gamni núna. Fjórða markið skoraði síðan Kolbeinn Sigþórsson sem er aftur kominn inn í íslenska landsliðshópinn. Hinir fimm leikirnir á móti Sviss hafa allir tapaðst en enginn þeirra þó með meira en tveimur mörkum. Uppskeran er því eitt jafntefli í sex leikjum og markatalan er -8 (5-13). Eina markið sem kom ekki í þessum leik í Bern fyrir fimm árum skoraði Janus Guðlaugsson í 1-2 tapi á Laugardalsvellinum 9. júní 1979.Alfreð Finnbogason fagnar marki sínu á móti Belgíu í nóvember 2014.Vísir/GettyÁrangurinn á móti Sviss er ekki góður en hann er enn verri á móti Belgíu. Þjóðirnar hafa mæst níu sinnum hjá A-landsliðum karla og Belgar hafa unnið í öll níu skiptin. Síðasti leikur þjóðanna var vináttulandsleikur í Brussel 12. nóvember 2014 en Belgar unnu þann leik 3-1. Alfreð Finnbogason skoraði mark íslenska liðsins í leiknum en hann er frá vegna meiðsla í þessum leik. Mark Alfreðs er eitt af sex íslensku mörkum á móti Belgum en aðrir sem hafa skoraði í landsleik á móti Belgíu eru Þórður Þórðarson (3) og Ríkharður Jónsson (2). Þessi fimm mörk þessara tveggja goðsagna úr fyrsta gullaldarliði Skagamanna komu í tveimur tapleikjum í undankeppni HM 1958, 3-8 og 2-5, sem fóru fram sumarið 1957. Markatalan í leikjunum níu á móti Belgum er -26 (6-32).Íslenska landsliðið er því með 0 sigra, 1 jafntefli og 14 töp í fimmtán landsleikjum sínum við Belgíu og Sviss og markatalan er -34 (11-45). Það sést á þessu að það er fyrir löngu kominn tími að laga þessa tölfræði og vonandi tekst það hjá strákunum okkur um leið og þeir þreyta frumraun sína í Þjóðadeildinni.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira