Lars reiður út af leka hjá norska liðinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. september 2018 15:45 Lars þarf að tukta menn til. vísir/getty Norska landsliðið er á flugi undir stjórn Lars Lagerbäck og hefur nú unnið fimm leiki í röð. Svíinn er þó ekki kátur enda heldur byrjunarliðið hans áfram að leka út. Noregur skellti Kýpur, 2-0, í Þjóðadeildinni í gær og handbragð Lars á liðinu er að verða afar áberandi. Norðmenn litu mjög vel út og hefðu getað unnið mun stærra. Sex tímum fyrir leik var byrjunarlið Lars aftur á móti komið í birtingu hjá TV2. Þetta er í annað sinn sem byrjunarlið Lars lekur út. Það gerðist fyrir vináttulandsleik í sumar en Svíinn er afar óhress að það sé enn leki og það fyrir alvöruleik. „Það er miður að þetta hafi gerst. Það leggja allir mikið upp úr því að greina andstæðingana og oft geta litlu hlutirnir skipt öllu máli. Það gæti því orðið dýrt fyrir okkur ef liðið heldur áfram að leka út,“ sagði Lagerbäck eftir leikinn. Álíka mál kom upp hjá Lagerbäck á Íslandi fyrir fyrri umspilsleikinn gegn Króötum um laust sæti á HM. Þá sagði Sveppi í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu 977 að Eiður yrði ekki í liðinu en hann hafði verið í liðinu í undanförnum leikjum. Þetta útspil Sveppa vakti ekki mikla lukku hjá Lars og Heimi á þeim tíma. Eiður sjálfur var líka ósáttur við vin sinn eftir leik og kallaði hann fávita. Svo brosti hann og gekk á brott úr viðtalinu. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Norska landsliðið er á flugi undir stjórn Lars Lagerbäck og hefur nú unnið fimm leiki í röð. Svíinn er þó ekki kátur enda heldur byrjunarliðið hans áfram að leka út. Noregur skellti Kýpur, 2-0, í Þjóðadeildinni í gær og handbragð Lars á liðinu er að verða afar áberandi. Norðmenn litu mjög vel út og hefðu getað unnið mun stærra. Sex tímum fyrir leik var byrjunarlið Lars aftur á móti komið í birtingu hjá TV2. Þetta er í annað sinn sem byrjunarlið Lars lekur út. Það gerðist fyrir vináttulandsleik í sumar en Svíinn er afar óhress að það sé enn leki og það fyrir alvöruleik. „Það er miður að þetta hafi gerst. Það leggja allir mikið upp úr því að greina andstæðingana og oft geta litlu hlutirnir skipt öllu máli. Það gæti því orðið dýrt fyrir okkur ef liðið heldur áfram að leka út,“ sagði Lagerbäck eftir leikinn. Álíka mál kom upp hjá Lagerbäck á Íslandi fyrir fyrri umspilsleikinn gegn Króötum um laust sæti á HM. Þá sagði Sveppi í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu 977 að Eiður yrði ekki í liðinu en hann hafði verið í liðinu í undanförnum leikjum. Þetta útspil Sveppa vakti ekki mikla lukku hjá Lars og Heimi á þeim tíma. Eiður sjálfur var líka ósáttur við vin sinn eftir leik og kallaði hann fávita. Svo brosti hann og gekk á brott úr viðtalinu.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti