Innlent

Höfðu hendur í hári Frakka sem óku utan vega

Kjartan Kjartansson skrifar
Djúp hjólför voru eftir mótorhjól ferðamannana.
Djúp hjólför voru eftir mótorhjól ferðamannana. Lögreglan á Norðurlandi eystra

Fjórir franskir ferðamenn á stórum torfærumótorhjólum ollu spjöllum með utanvegaakstri austur af Öskju í vikunni. Landverðir höfðu hendur í hári ferðamannanna en hver og einn þeirra greiddi hundrað þúsund króna sekt vegna athæfisins.

Spjöllin unnu ferðamennirnir á um 1,3 kílómetra kafla meðfram vegi F910 frá Herðubreiðartöglum, suðaustur í átt að Upptyppingum, austan við Öskju, að því er segir í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Djúp hjólför voru eftir mótorhjólin í nánd við veginn og fjær honum.

Landverðir Vatnajökulsþjóðgarðar tilkynntu um spjöllin til lögreglu á þriðjudag. Þeim tókst sjálfum að góma ökumennina sem gengust við brotum sínum.

Mennirnir fjórir gáfu sig fram við lögreglu á Akureyri í gær og greiddu sektinar, samtals 400.000 krónur.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.