Innlent

Höfðu hendur í hári Frakka sem óku utan vega

Kjartan Kjartansson skrifar
Djúp hjólför voru eftir mótorhjól ferðamannana.
Djúp hjólför voru eftir mótorhjól ferðamannana. Lögreglan á Norðurlandi eystra
Fjórir franskir ferðamenn á stórum torfærumótorhjólum ollu spjöllum með utanvegaakstri austur af Öskju í vikunni. Landverðir höfðu hendur í hári ferðamannanna en hver og einn þeirra greiddi hundrað þúsund króna sekt vegna athæfisins.

Spjöllin unnu ferðamennirnir á um 1,3 kílómetra kafla meðfram vegi F910 frá Herðubreiðartöglum, suðaustur í átt að Upptyppingum, austan við Öskju, að því er segir í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Djúp hjólför voru eftir mótorhjólin í nánd við veginn og fjær honum.

Landverðir Vatnajökulsþjóðgarðar tilkynntu um spjöllin til lögreglu á þriðjudag. Þeim tókst sjálfum að góma ökumennina sem gengust við brotum sínum.

Mennirnir fjórir gáfu sig fram við lögreglu á Akureyri í gær og greiddu sektinar, samtals 400.000 krónur.




Tengdar fréttir

Löguðu skemmdir frönsku ferðamannanna

Ferðaklúbburinn 4x4 gerði sér ferð til Kerlingarfjalla í þeim tilgangi að laga skemmdir eftir utanvegaakstur franskra ferðamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×