Innlent

Líkamsárásir í miðbænum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Mikið var um ölvun og árásir í miðbæ Reykjavíkur í nótt.
Mikið var um ölvun og árásir í miðbæ Reykjavíkur í nótt. vísir/vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst laust fyrir miðnætti tilkynning um líkamsárás á veitingahúsi við Lækjargötu. Þolandinn var með áverka á höfði og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Meintur árásaraðili var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu. Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Um hálf fjögur leytið í nótt barst lögreglunni þá önnur tilkynning um líkamsárás í miðbænum, nánar tiltekið við Lindargötu. Sá sem varð fyrir árásinni er mögulega kjálkabrotinn. Árásaraðili var farinn af vettvangi þegar lögreglan mætti á svæðið og er málið í rannsókn.

Skömmu síðar var lögreglu þá tilkynnt um konu sem á að hafa sparkað í andlit manns á veitingahúsi við Laugaveg. Hún sagði að maðurinn hefði bitið sig í andlitið og var með áverka á vör.

Ungur maður í mjög annarlegu ástandi var handtekinn á tólfta tímanum í gær í Grafarvogi. Maðurinn ógnaði fólki með bitvopni. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.