Innlent

Nýr fimm milljóna króna bíll keyptur fyrir bæjarstjóra Árborgar

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Gísli Halldór Halldórsson, nýr bæjarstjóri í Árborg fær splunkunýjan bíl til afnota frá sveitarfélaginu.
Gísli Halldór Halldórsson, nýr bæjarstjóri í Árborg fær splunkunýjan bíl til afnota frá sveitarfélaginu. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson

Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar hefur samþykkt að keypt verði bifreið til afnota fyrir Gísla Halldór Halldórsson, nýjan bæjarstjóra sveitarfélagsins. Um er að ræða Mitsubishi Outlander árgerð 2018, tvinn tengilbíl sem er umhverfisvænn og hagstæður í rekstri. Kaupverðið er 5.290.000 kr.

Í minnisblaði fjármálastjóra Árborgar kemur m.a. fram að ástæðuna fyrir kaupunum megi rekja til þess að bæjarstjóri hefur ekki fullan aðgang að fólksbifreið til að nýta í störfum sínum. Með kaupunum er fallið frá ákvæðum í ráðningarsamningi um að greiða samkvæmt akstursdagbók.

„Samkvæmt reglum ríkisskattstjóra teljast framkvæmdastjórar ætíð hafa full og ótakmörkuð umráð yfir þeim fólksbifreiðum sem þeim eru látnar í té af launagreiðenda og þeir hafa til einkanota. Bæjarstjóri greiðir skatt af bifreiðahlunnindum samkvæmt reglum ríkisskattstjóra hverju sinni.

Þessu til samanburðar var bifreiðastyrkur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins kjörtímabilið 2014 – 2018 7.697.200 kr. Að teknu tilliti til kaupverðs og rekstrarkostnaðar bifreiðarinnar yfir kjörtímabilið 2018-2022 er hagstæðara að kaupa bíl en að greiða bifreiðastyrk líkt og gert var á síðast kjörtímabili“, segir jafnframt í minnisblaðinu.

Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi minnihlutans sat hjá við atkvæðagreiðslu málsins í bæjarráði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.