Vill opna umræðuna um sjálfsvíg eftir að hafa misst son sinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. september 2018 19:30 Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir missti son sinn sem tók eigið líf árið 2010, þá 16 ára gamall. Vísir/Sigurjón Móðir sem missti son sem féll fyrir eigin hendi segir mikilvægt að efla forvarnir og að fólk sé upplýst um hvert það getur leitað hjálpar. Ekki sé sjálfgefið að komast í gegnum sorgina sem fylgi því að missa barn eða náinn ástvin. Að jafnaði taka á milli 35 og 40 manns eigið líf á Íslandi á ári hverju. Þótt sjálfsvígstíðni meðal unglinga á aldrinum 15-19 ára hafi farið lækkandi hafa sjálfsskaða- og sjálfsvígshugsanir stúlkna aukist frá aldamótum samkvæmt nýrri skýrslu sem rannsóknir og greining unnu fyrir landlækni. Árið 2016 sögðust 12% stúlkna og 7% drengja hafa gert tilraun til sjálfsvígs sem er nokkur aukning frá árinu 2010, einkum meðal stúlkna. Drengjum tekst ætlunarverk sitt þó oftar en stúlkum. Þá hefur hlutfall nemenda í framhaldsskólum sem segjast einhvern tímann hafa hugleitt sjálfsvíg að alvöru einnig farið hækkandi, en árið 2016 var það um það bil þriðja hver stúlka og fjórði hver drengur. Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir missti son sinn, Orra Ómarsson, sem féll fyrir eigin hendi 16 ára gamall. „Ég hef viljað opna umræðuna um sjálfsvígin eftir að við lentum í þessu áfalli að missa son okkar 2010 í janúar. Þá var bæði lítið efni hægt að komast í um sjálfsvíg og aðstandendur höfðu ekki verið mikið að hafa sig í frami,“ segir Guðrún. Guðrún er hjúkrunarfræðingur og situr auk þess í stjórn Nýrrar dögunar, samtaka sem veita stuðning fyrir þá sem misst hafa ástvini, og stýrir stuðningshópum fyrir aðstandendur. „Núna hef ég svona fundið tilgang með mínu lífi í því að reyna að styðja aðra sem að hafa misst,“ segir Guðrún. „Þessu fólki líður mjög illa og þar tala ég af reynslu. Það er ekkert sjálfgefið að fólk geti haldið áfram, en ef við horfum á fjöldann hér, 35-40 á ári, þá má reikna með að það séu um 800 manns á Íslandi sem að þyrftu að fá aðstoð.“ Opið málþing fer fram á mánudaginn, á Alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga, þar sem heilbrigðisráðherra mun meðal annars greina frá áformum stjórnvalda um framkvæmd nýrrar forvarnarstefnu. Guðrún bindur vonir við tillögur sem starfshópur skilaði í maí verði innleiddar. „Ég vil hins vegar ekki hugsa um það, en það var gerð sambærileg áætlun fyrir 10-15 árum og hún lenti undir stól, því miður,“ segir Guðrún sem vonar að aðgerðaáætlunin fari ekki sömu leið. Í henni sé margt gott að finna sem geti reynst vel. Guðrún flytur fyrirlestur klukkan 20:00 næstkomandi miðvikudag, 12. september þar sem hún lýsir sinni reynslu og gefur ráð og hvetur hún aðstandendur sem hafa misst ástvini með þessum hætti sæki fyrirlesturinn. Tengdar fréttir Sláandi tölur um tilraunir ungmenna til sjálfsvígs 350 drengir og 613 stúlkur sögðust hafa gert tilraun til sjálfsvígs einhvern tímann á ævinni samkvæmt nýrri skýrslu Embættis landlæknis. Sérfræðingar kalla á geðrækt á öllum skólastigum barna. 8. september 2018 07:30 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Móðir sem missti son sem féll fyrir eigin hendi segir mikilvægt að efla forvarnir og að fólk sé upplýst um hvert það getur leitað hjálpar. Ekki sé sjálfgefið að komast í gegnum sorgina sem fylgi því að missa barn eða náinn ástvin. Að jafnaði taka á milli 35 og 40 manns eigið líf á Íslandi á ári hverju. Þótt sjálfsvígstíðni meðal unglinga á aldrinum 15-19 ára hafi farið lækkandi hafa sjálfsskaða- og sjálfsvígshugsanir stúlkna aukist frá aldamótum samkvæmt nýrri skýrslu sem rannsóknir og greining unnu fyrir landlækni. Árið 2016 sögðust 12% stúlkna og 7% drengja hafa gert tilraun til sjálfsvígs sem er nokkur aukning frá árinu 2010, einkum meðal stúlkna. Drengjum tekst ætlunarverk sitt þó oftar en stúlkum. Þá hefur hlutfall nemenda í framhaldsskólum sem segjast einhvern tímann hafa hugleitt sjálfsvíg að alvöru einnig farið hækkandi, en árið 2016 var það um það bil þriðja hver stúlka og fjórði hver drengur. Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir missti son sinn, Orra Ómarsson, sem féll fyrir eigin hendi 16 ára gamall. „Ég hef viljað opna umræðuna um sjálfsvígin eftir að við lentum í þessu áfalli að missa son okkar 2010 í janúar. Þá var bæði lítið efni hægt að komast í um sjálfsvíg og aðstandendur höfðu ekki verið mikið að hafa sig í frami,“ segir Guðrún. Guðrún er hjúkrunarfræðingur og situr auk þess í stjórn Nýrrar dögunar, samtaka sem veita stuðning fyrir þá sem misst hafa ástvini, og stýrir stuðningshópum fyrir aðstandendur. „Núna hef ég svona fundið tilgang með mínu lífi í því að reyna að styðja aðra sem að hafa misst,“ segir Guðrún. „Þessu fólki líður mjög illa og þar tala ég af reynslu. Það er ekkert sjálfgefið að fólk geti haldið áfram, en ef við horfum á fjöldann hér, 35-40 á ári, þá má reikna með að það séu um 800 manns á Íslandi sem að þyrftu að fá aðstoð.“ Opið málþing fer fram á mánudaginn, á Alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga, þar sem heilbrigðisráðherra mun meðal annars greina frá áformum stjórnvalda um framkvæmd nýrrar forvarnarstefnu. Guðrún bindur vonir við tillögur sem starfshópur skilaði í maí verði innleiddar. „Ég vil hins vegar ekki hugsa um það, en það var gerð sambærileg áætlun fyrir 10-15 árum og hún lenti undir stól, því miður,“ segir Guðrún sem vonar að aðgerðaáætlunin fari ekki sömu leið. Í henni sé margt gott að finna sem geti reynst vel. Guðrún flytur fyrirlestur klukkan 20:00 næstkomandi miðvikudag, 12. september þar sem hún lýsir sinni reynslu og gefur ráð og hvetur hún aðstandendur sem hafa misst ástvini með þessum hætti sæki fyrirlesturinn.
Tengdar fréttir Sláandi tölur um tilraunir ungmenna til sjálfsvígs 350 drengir og 613 stúlkur sögðust hafa gert tilraun til sjálfsvígs einhvern tímann á ævinni samkvæmt nýrri skýrslu Embættis landlæknis. Sérfræðingar kalla á geðrækt á öllum skólastigum barna. 8. september 2018 07:30 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Sláandi tölur um tilraunir ungmenna til sjálfsvígs 350 drengir og 613 stúlkur sögðust hafa gert tilraun til sjálfsvígs einhvern tímann á ævinni samkvæmt nýrri skýrslu Embættis landlæknis. Sérfræðingar kalla á geðrækt á öllum skólastigum barna. 8. september 2018 07:30