Fótbolti

Jón Daði: Að gefast upp á ekki að vera til í okkar hugarfari

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Daði Böðvarsson, framherji Íslands, var eðlilega vonsvikinn í leikslok eftir 6-0 tap gegn Sviss í Þjóðadeildinni.

„Þetta var einn örugglega einn okkar slappasti leikur í langan tíma. Það er ógeðslega erfitt að kyngja þessu að tapa svona stórt,” sagði Jón Daði í leikslok.

„Við vitum það allir saman og þetta eru gífurleg vonbrgði. Menn eru bara svekktir inn í klefa en þetta er búið og við megum ekki hugsa um þetta of lengi.”

„Við verðum að reyna læra af þessu og vera betri næst,” en næst bíður stórleikur gegn Belgíu á þriðjudaginn.

„Ég held að skipulagið var ekki nægilega gott. Að gefast upp á ekki að vera til í okkar hugarfari og við vorum svolítið út um allt.”

„Það vantaði upp á hugarfarið og ef það er ekki til staðar þá gerist þetta eins og gerðist í dag.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×