Innlent

Hús Fjallsins á nauðungaruppboð

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Hafþór Júlíus Björnsson.
Hafþór Júlíus Björnsson. VÍSIR/VALLI

Hús Hafþórs Júlíusar Björnssonar verður boðið upp á nauðungaruppboði að kröfu fyrrverandi sambýliskonu hans.

Þar sem Hafþór vildi hvorki kaupa hlut konunnar í húsinu né ganga til samninga við hana, eftir að sambúð þeirra lauk í fyrra, óskaði hún eftir nauðungarsölu á húsinu til að ná fram slitum á óskiptri sameign þeirra. Hún á 20 prósenta hlut í húsinu á móti 80 prósentum Hafþórs.

Í beiðninni kemur fram að eignin hafi verið metin og hlutur konunnar nemi 6,7 milljónum króna að teknu tilliti til áhvílandi skulda. Sýslumaður féllst á beiðni sambýliskonunnar gegn mótmælum Hafþórs sem hafnaði því að hafa neitað að kaupa konuna út. Hún þyrfti hins vegar að sýna að hún hefði með fjárframlögum eða öðrum hætti eignast hlut í fasteigninni. Sýslumaður féllst ekki á þessi sjónarmið.

Hafþór leitaði til Héraðsdóms Reykjaness til að fá ákvörðun sýslumanns hnekkt en málinu var vísað frá þar sem hinn eigandi fasteignarinnar, það er sambýliskonan fyrrverandi, veitti ekki samþykki sitt fyrir því að málið yrði borið undir dómstóla. Landsréttur staðfesti frávísun héraðsdóms nú fyrir helgi og verður eignin því boðin upp.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.