Vilja að ríkið taki þátt í að bæta tjón af völdum skýstrókanna í Álftaveri Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2018 16:58 Tjónið af völdum strókanna einskorðaðist við bæinn Norðurhjáleigu. Sæunn Káradóttir Sveitarstjórn Skaftárhrepps vill að viðeigandi stofnanir í samvinnu við ríkið bæti tjón sem ábúendur á Norðurhjáleigu í Álftaveri urðu fyrir af völdum óvenjuöflugra skýstróka í síðustu viku. Náttúruhamfaratryggingar bæta ekki tjónið og Veðurstofan hefur ekki tækjabúnað til að spá fyrir um skýstróka.Þrír óvenjuöflugir skýstrókar ollu usla á bænum Norðurhjáleigu í Vestur-Skaftafellssýslu á föstudag. Þak rifnuðu af húsum og jeppi með kerru fauk út í skurð. Stærsti strókurinn feykti braki allt að kílómetra frá bænum. Náttúruhamfaratrygging Íslands, sem áður gekk undir nafninu Viðlagatrygging Íslands, bætir hins vegar ekki tjón af völdum skýstróka þar sem almennt tryggingafélög bjóða upp á foktryggingar. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar sagði Mbl.is í vikunni að lagabreytingu þyrfti til að náttúruhamfaratrygging næði yfir tjón af völdum skýstróka. Í ályktun sveitarstjórnar Skaftárhrepps í dag krefst hún þess að almannatryggingakerfið takið til endurskoðunar skilgreiningu á hvað teljist til náttúruhamfara vegna skýstrókanna. Þeir hafi verið af stærðargráðu sem ekki sé þekkt í sögulegu samhengi. „Það er alveg ljóst að atburður af þessu tagi getur gerst aftur hvar sem er á landinu og engin leið að spá fyrir um slíkt líkt og önnur veðurfyrirbrigði. Skýstrókar eru ófyrirsjáanlegir með öllu og hefur Veðurstofa Íslands enga möguleika á að gefa út viðvaranir vegna þeirra,“ Sveitarstjórnin fer því fram á að viðeigandi stofnanir í samvinnu við ríkið bæti tjón ábúendanna á Norðurhjáleigu.Fyrirsjáanlegir en ekki með tækjakosti Veðurstofunnar Skýstrókar eru fyrirsjáanlegt veðurfyrirbrigði með réttum tækjum og tólum. Þannig er spáð fyrir um stróka í Bandaríkjunum á svæðum þar sem þeir eru nokkuð tíðir. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að í Bandaríkjunum séu tækjabúnaður og líkön sérstaklega hönnuð til að greina skýstróka. „Við höfum hins vegar ekkert slíkt hjá okkur,“ segir hún. Strókar sem þessir eru þó afar fátíðir á Íslandi. Elín Björk segir að Veðurstofan viti ekki til þess að svo mikið tjón hafi orðið af völdum þeirra. Aðeins sé grunur um eitt og tvö tilfelli síðustu öldina þar sem skýstrókar gætu hafa verið á ferðinni en það sé ekki staðfest. Til þess að geta spáð fyrir um skýstrókar þarf dýrar veðursjár. Elín Björk segir að Veðurstofan hafi reynt að fjölga þeim um landið enda myndu þær nýtast við allar veðurspár. Eftir sem áður yrði ólíklegt að hægt yrði að spá fyrir um skýstróka. „Það myndi aldrei vera nema heppni ef svona skýstrókur myndi myndast í nágrenni við veðursjá sem sæi hann. Þá er viðvörunartíminn kannski á bilinu tíu mínútur til tuttugu mínútur. Þú gerir ekkert nema að forða þér á þeim tíma,“ segir Elín Björk. Skaftárhreppur Veður Tengdar fréttir Brak þeyttist allt að kílómetra leið í stærsta skýstróknum Sérfræðingar Veðurstofunnar tóku út aðstæður við Álftaver þar sem þrír óvenjuöflugir skýstrókar fóru yfir á föstudag. 28. ágúst 2018 17:00 Kraftur skýstrókanna óvenjulegur hérlendis Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi, rekur ekki minni til jafn kraftmikilla skýstróka hérlendis og þeirra sem fóru yfir Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær. 25. ágúst 2018 14:23 Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Sjá meira
Sveitarstjórn Skaftárhrepps vill að viðeigandi stofnanir í samvinnu við ríkið bæti tjón sem ábúendur á Norðurhjáleigu í Álftaveri urðu fyrir af völdum óvenjuöflugra skýstróka í síðustu viku. Náttúruhamfaratryggingar bæta ekki tjónið og Veðurstofan hefur ekki tækjabúnað til að spá fyrir um skýstróka.Þrír óvenjuöflugir skýstrókar ollu usla á bænum Norðurhjáleigu í Vestur-Skaftafellssýslu á föstudag. Þak rifnuðu af húsum og jeppi með kerru fauk út í skurð. Stærsti strókurinn feykti braki allt að kílómetra frá bænum. Náttúruhamfaratrygging Íslands, sem áður gekk undir nafninu Viðlagatrygging Íslands, bætir hins vegar ekki tjón af völdum skýstróka þar sem almennt tryggingafélög bjóða upp á foktryggingar. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar sagði Mbl.is í vikunni að lagabreytingu þyrfti til að náttúruhamfaratrygging næði yfir tjón af völdum skýstróka. Í ályktun sveitarstjórnar Skaftárhrepps í dag krefst hún þess að almannatryggingakerfið takið til endurskoðunar skilgreiningu á hvað teljist til náttúruhamfara vegna skýstrókanna. Þeir hafi verið af stærðargráðu sem ekki sé þekkt í sögulegu samhengi. „Það er alveg ljóst að atburður af þessu tagi getur gerst aftur hvar sem er á landinu og engin leið að spá fyrir um slíkt líkt og önnur veðurfyrirbrigði. Skýstrókar eru ófyrirsjáanlegir með öllu og hefur Veðurstofa Íslands enga möguleika á að gefa út viðvaranir vegna þeirra,“ Sveitarstjórnin fer því fram á að viðeigandi stofnanir í samvinnu við ríkið bæti tjón ábúendanna á Norðurhjáleigu.Fyrirsjáanlegir en ekki með tækjakosti Veðurstofunnar Skýstrókar eru fyrirsjáanlegt veðurfyrirbrigði með réttum tækjum og tólum. Þannig er spáð fyrir um stróka í Bandaríkjunum á svæðum þar sem þeir eru nokkuð tíðir. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að í Bandaríkjunum séu tækjabúnaður og líkön sérstaklega hönnuð til að greina skýstróka. „Við höfum hins vegar ekkert slíkt hjá okkur,“ segir hún. Strókar sem þessir eru þó afar fátíðir á Íslandi. Elín Björk segir að Veðurstofan viti ekki til þess að svo mikið tjón hafi orðið af völdum þeirra. Aðeins sé grunur um eitt og tvö tilfelli síðustu öldina þar sem skýstrókar gætu hafa verið á ferðinni en það sé ekki staðfest. Til þess að geta spáð fyrir um skýstrókar þarf dýrar veðursjár. Elín Björk segir að Veðurstofan hafi reynt að fjölga þeim um landið enda myndu þær nýtast við allar veðurspár. Eftir sem áður yrði ólíklegt að hægt yrði að spá fyrir um skýstróka. „Það myndi aldrei vera nema heppni ef svona skýstrókur myndi myndast í nágrenni við veðursjá sem sæi hann. Þá er viðvörunartíminn kannski á bilinu tíu mínútur til tuttugu mínútur. Þú gerir ekkert nema að forða þér á þeim tíma,“ segir Elín Björk.
Skaftárhreppur Veður Tengdar fréttir Brak þeyttist allt að kílómetra leið í stærsta skýstróknum Sérfræðingar Veðurstofunnar tóku út aðstæður við Álftaver þar sem þrír óvenjuöflugir skýstrókar fóru yfir á föstudag. 28. ágúst 2018 17:00 Kraftur skýstrókanna óvenjulegur hérlendis Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi, rekur ekki minni til jafn kraftmikilla skýstróka hérlendis og þeirra sem fóru yfir Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær. 25. ágúst 2018 14:23 Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Sjá meira
Brak þeyttist allt að kílómetra leið í stærsta skýstróknum Sérfræðingar Veðurstofunnar tóku út aðstæður við Álftaver þar sem þrír óvenjuöflugir skýstrókar fóru yfir á föstudag. 28. ágúst 2018 17:00
Kraftur skýstrókanna óvenjulegur hérlendis Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi, rekur ekki minni til jafn kraftmikilla skýstróka hérlendis og þeirra sem fóru yfir Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær. 25. ágúst 2018 14:23
Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36