Vísir bar sig vel úti á túni í dag við einangrunarstöðina en hann kom í heiminn um klukkan 05:13 í morgun, svartur nautkálfur. Mamma hans er kýr númer 1898 frá Lambhaga á Rangárvöllum, svokölluð staðgöngumóðir en pabbi Vísis er stór boli frá Noregi, Stóri Tígur sem er faðir þeirra tíu af þeim ellefu kálfum sem fæðst næstu vikurnar á Stóra Ármóti.

„Góður Vísir, kemur úr fósturvísi og vísir að holdanautarækt í landinu,“ þannig kemur nafnið til bætir Sveinn við.
Vísir fer á næstu dögum í níu mánaða einangrun á stöðinni en eftir það verður farið að taka sæði úr honum og dreifa til nautgripabænda.
En af hverju er verið að leggja svona mikla áherslu á Aberdeen Angus gripi á Íslandi?
„Það er vegna þess við erum að fara að framleiða betra nautakjöt og þetta Aberdeen Angus kyn er mjög gott. Það er mikil bragðgæði í þessu kjöti, þetta er kannski ekki stærsta holdanautakynið en það ber af varðandi bragðgæði. Svo er þetta harðgert kyn sem hentar vel íslenskum aðstæðum“, segir Sveinn.
