Vísir í níu mánaða einangrun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. ágúst 2018 19:15 Því var fagnað í dag að fyrsti norskættaði kálfurinn af Aberdeen Angus kyni kom í heiminn á nýrri einangrunarstöð fyrir holdagripi á Stóra Ármóti í Flóahreppi. Kálfurinn hefur fengið nafnið Vísir. Vísir bar sig vel úti á túni í dag við einangrunarstöðina en hann kom í heiminn um klukkan 05:13 í morgun, svartur nautkálfur. Mamma hans er kýr númer 1898 frá Lambhaga á Rangárvöllum, svokölluð staðgöngumóðir en pabbi Vísis er stór boli frá Noregi, Stóri Tígur sem er faðir þeirra tíu af þeim ellefu kálfum sem fæðst næstu vikurnar á Stóra Ármóti.Sveinn skrifaði eftirfarandi færslu í gestabók einangrunarstöðvarinnar í dag þegar hann koma þangað til að skoða Vísi.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson„Kúnni og kálfinum heilsast vel, kálfurinn er farin að leika sér sem þýðir að hann er greinilega komin á spena,“ segir Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, sem skoðaði kálfinn í dag. „Góður Vísir, kemur úr fósturvísi og vísir að holdanautarækt í landinu,“ þannig kemur nafnið til bætir Sveinn við. Vísir fer á næstu dögum í níu mánaða einangrun á stöðinni en eftir það verður farið að taka sæði úr honum og dreifa til nautgripabænda. En af hverju er verið að leggja svona mikla áherslu á Aberdeen Angus gripi á Íslandi? „Það er vegna þess við erum að fara að framleiða betra nautakjöt og þetta Aberdeen Angus kyn er mjög gott. Það er mikil bragðgæði í þessu kjöti, þetta er kannski ekki stærsta holdanautakynið en það ber af varðandi bragðgæði. Svo er þetta harðgert kyn sem hentar vel íslenskum aðstæðum“, segir Sveinn.Stóri Tígur í Noreli er pabbi Vísis og mun eiga ellefu af þeim tíu kálfum sem fæðast á Angus kyni á Stóra Ármóti á næstu vikum.Heimasíða Búnaðarsambands Suðurlands Tengdar fréttir Ný Einangrunarstöð fyrir holdanaut á Íslandi Fjörutíu fósturvísar úr norskum Aberdeen Angus holdagripum er nú komnir til landsins og bíða þess að vera komið fyrir í 36 kúm í nýrri einangrunarstöð á Stóra Ármóti í Flóa. 11. nóvember 2017 20:14 Ráðherra fagnar nýjum holdagripum í nautgriparækt "Þetta er ákveðið frumkvöðulsstarf með miklum metnaði sem ég heyri á fólki hérna.“ 7. apríl 2018 19:45 Fjögur ár í að slátrun skoskra nauta hefjist í stærsta búi Íslands Fósturvísar úr Aberdeen Angus eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði. 29. september 2017 06:00 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Því var fagnað í dag að fyrsti norskættaði kálfurinn af Aberdeen Angus kyni kom í heiminn á nýrri einangrunarstöð fyrir holdagripi á Stóra Ármóti í Flóahreppi. Kálfurinn hefur fengið nafnið Vísir. Vísir bar sig vel úti á túni í dag við einangrunarstöðina en hann kom í heiminn um klukkan 05:13 í morgun, svartur nautkálfur. Mamma hans er kýr númer 1898 frá Lambhaga á Rangárvöllum, svokölluð staðgöngumóðir en pabbi Vísis er stór boli frá Noregi, Stóri Tígur sem er faðir þeirra tíu af þeim ellefu kálfum sem fæðst næstu vikurnar á Stóra Ármóti.Sveinn skrifaði eftirfarandi færslu í gestabók einangrunarstöðvarinnar í dag þegar hann koma þangað til að skoða Vísi.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson„Kúnni og kálfinum heilsast vel, kálfurinn er farin að leika sér sem þýðir að hann er greinilega komin á spena,“ segir Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, sem skoðaði kálfinn í dag. „Góður Vísir, kemur úr fósturvísi og vísir að holdanautarækt í landinu,“ þannig kemur nafnið til bætir Sveinn við. Vísir fer á næstu dögum í níu mánaða einangrun á stöðinni en eftir það verður farið að taka sæði úr honum og dreifa til nautgripabænda. En af hverju er verið að leggja svona mikla áherslu á Aberdeen Angus gripi á Íslandi? „Það er vegna þess við erum að fara að framleiða betra nautakjöt og þetta Aberdeen Angus kyn er mjög gott. Það er mikil bragðgæði í þessu kjöti, þetta er kannski ekki stærsta holdanautakynið en það ber af varðandi bragðgæði. Svo er þetta harðgert kyn sem hentar vel íslenskum aðstæðum“, segir Sveinn.Stóri Tígur í Noreli er pabbi Vísis og mun eiga ellefu af þeim tíu kálfum sem fæðast á Angus kyni á Stóra Ármóti á næstu vikum.Heimasíða Búnaðarsambands Suðurlands
Tengdar fréttir Ný Einangrunarstöð fyrir holdanaut á Íslandi Fjörutíu fósturvísar úr norskum Aberdeen Angus holdagripum er nú komnir til landsins og bíða þess að vera komið fyrir í 36 kúm í nýrri einangrunarstöð á Stóra Ármóti í Flóa. 11. nóvember 2017 20:14 Ráðherra fagnar nýjum holdagripum í nautgriparækt "Þetta er ákveðið frumkvöðulsstarf með miklum metnaði sem ég heyri á fólki hérna.“ 7. apríl 2018 19:45 Fjögur ár í að slátrun skoskra nauta hefjist í stærsta búi Íslands Fósturvísar úr Aberdeen Angus eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði. 29. september 2017 06:00 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Ný Einangrunarstöð fyrir holdanaut á Íslandi Fjörutíu fósturvísar úr norskum Aberdeen Angus holdagripum er nú komnir til landsins og bíða þess að vera komið fyrir í 36 kúm í nýrri einangrunarstöð á Stóra Ármóti í Flóa. 11. nóvember 2017 20:14
Ráðherra fagnar nýjum holdagripum í nautgriparækt "Þetta er ákveðið frumkvöðulsstarf með miklum metnaði sem ég heyri á fólki hérna.“ 7. apríl 2018 19:45
Fjögur ár í að slátrun skoskra nauta hefjist í stærsta búi Íslands Fósturvísar úr Aberdeen Angus eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði. 29. september 2017 06:00