Fótbolti

Tveir nýliðar í svissneska hópnum sem mætir Íslandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Shaqiri er á sínum stað í liðinu
Shaqiri er á sínum stað í liðinu Vísir/Getty
Xherdan Shaqiri er á sínum stað í svissneska landsliðshópnum sem mætir Íslandi í Þjóðadeildinni í september. Tveir nýliðar eru í hópnum.

Sviss komst í 16-liða úrslit á HM í Rússlandi en datt þar út gegn Svíum. Liðið er mjög sterkt og er í 8. sæti styrkleikalista FIFA.

Vladimir Petkovic gerir fimm breytingar frá hópnum sem fór á HM. Nico Elvedi, Michael Lang, Valon Behrami, Blerim Dzemaili og Josip Drmic fara allir út.

Albian Ajeti og Kevin Mbabu eru nýliðar í hópnum, þeir hafa ekki spilað landsleik fyrir Sviss.

Sviss og Ísland mætast ytra í fyrsta leik liðanna í Þjóðadeildinni eftir rétt rúma viku, laugardaginn 8. september.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×