Fótbolti

Cristiano Ronaldo tekur sér frí frá portúgalska landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty
Cristiano Ronaldo ætlar að einbeita sér að því að koma sér almennilega fyrir hjá Juventus á Ítalíu. Landsliðið mun ekki trufla hann í næsta mánuði.

Cristiano Ronaldo fær hvíld, að eigin ósk, í næstu leikjum Portúgala sem eru vináttulandsleikur við Króatíu og fyrsti leikur liðsins í Þjóðadeildinni á móti Ítalíu.

Ronaldo er 33 ára gamll og hefur skorað 85 mörk í 154 leikjum fyrir portúgalska landsliðið þar af fjögur þeirra á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar.

Juventus borgaði Real Madrid 99 milljónir punda fyrir Cristiano Ronaldo í sumar en hann hefur enn ekki náð að opna markareikninginn sinn í keppnisleik með Juve.

Það er svo sem ekkert nýtt að Cristiano Ronaldo missi af vináttulandsleikjum en hann hefur aðeins spilað 8 af síðustu 20 vináttuleikjum portúgalska landsliðsins.







Landsliðshópur Portúgala lítur annars svona út:

Markverðir: Beto (Goztepe), Claudio Ramos (Tondela), Rui Patricio (Wolves)

Varnarmenn: Cedric Soares (Southampton), Joao Cancelo (Juventus), Luis Neto (Zenit St Petersburg), Mario Rui (Napoli), Pedro Mendes (Montpellier), Pepe (Besiktas), Raphael Guerreiro (Borussia Dortmund), Ruben Dias (Benfica)

Miðjumenn: Bruno Fernandes (Sporting), Gedson Fernandes (Benfica), Pizzi (Benfica), Renato Sanches (Bayern Munchen), Ruben Neves (Wolves), Sergio Oliveira (Porto), William Carvalho (Real Betis)

Framherjar: Andre Silva (Sevilla), Bernardo Silva (Manchester City), Bruma (RB Leipzig), Gelson Martins (Atletico Madrid), Goncalo Guedes (Valencia), Rony Lopes (Mónakó).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×