Óttast um ættingja sína í Venesúela:„Skárra að deyja á götum úti eða deyja úr eymd?“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 21. ágúst 2018 21:00 Kona frá Venesúela sem hefur búið á Íslandi undanfarin ár segist óttast um fjölskyldu sína og vini. Sífellt fleiri hafi kosið að flýja land enda sé fólk hrætt við að standa uppi í hárinu á yfirvöldum. Rætt var við Soniu Petros í Morgunblaðinu í morgun. Sonia flutti frá Venesúela til Skotlands 2010, en býr nú í Reykjavík ásamt íslenskum manni sínum. Hún er grafískur hönnuður að mennt og starfar á leikskóla í Kópavogi auk þess að hanna póstkort og bréfsefni til sölu. „Ég er mjög heppin að hafa farið frá Venesúela og ég ætla aldrei að snúa aftur,“ segir Sonia.Verðbólga í hæstu hæðum Áætlað er að á þriðju milljón íbúa Venesúela hafi flúið landið undanfarin ár, en efnahagslíf og innviðir landsins eru í molum undir stjórn forsetans Nicolas Maduros. Verðbólgan er slík að verðmunurinn á kílói af kjöti, sé það yfir höfuð til, nemur milljónum milli daga þegar fjölskylda Soniu fer að versla. „Í síðustu viku var verðið 9 milljónir Bolivar en á sunnudaginn var það komið upp í 20 milljónir,“ segir Sonia.Íbúum refsað fyrir andstöðu við forsetann Hún kemur frá ríkinu Zulia, þar sem hún segir andstöðu við forsetann sérstaklega mikla. Ástandið sé því einna verst þar, enda sé íbúum refsað fyrir óhollustu sína með rafmagnsleysi í allt að fimmtán klukkustundir á dag, í steikjandi hita. „Án rafmagns höfum við ekki vatn. Við getum ekki geymt mat í ísskápnum því hann virkar ekki.“ Hún segist óttast mjög um fjölskylduna. „Ég á tvær systur og faðir minn þjáist af Alzheimersjúkdómi. Ég veit ekki hvað ég á að gera. Elsta systir mín á fjögur börn sem hafa öll yfirgefið Venesúela,“ segir Sonia.Hrædd við að berjast á götum úti Hún telur tímabært að þjóðin losi sig við gjörspilltan forsetann, en það sé erfitt þar sem herinn og lögreglan sé meira og minna á hans bandi. „Við erum hrædd við að berjast á götum úti og verða drepin af hernum. En ég veit satt að segja ekki hvort það sé verra að hræðast það að deyja á götum úti eða hræðast það að deyja úr eymd,“ Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Kona frá Venesúela sem hefur búið á Íslandi undanfarin ár segist óttast um fjölskyldu sína og vini. Sífellt fleiri hafi kosið að flýja land enda sé fólk hrætt við að standa uppi í hárinu á yfirvöldum. Rætt var við Soniu Petros í Morgunblaðinu í morgun. Sonia flutti frá Venesúela til Skotlands 2010, en býr nú í Reykjavík ásamt íslenskum manni sínum. Hún er grafískur hönnuður að mennt og starfar á leikskóla í Kópavogi auk þess að hanna póstkort og bréfsefni til sölu. „Ég er mjög heppin að hafa farið frá Venesúela og ég ætla aldrei að snúa aftur,“ segir Sonia.Verðbólga í hæstu hæðum Áætlað er að á þriðju milljón íbúa Venesúela hafi flúið landið undanfarin ár, en efnahagslíf og innviðir landsins eru í molum undir stjórn forsetans Nicolas Maduros. Verðbólgan er slík að verðmunurinn á kílói af kjöti, sé það yfir höfuð til, nemur milljónum milli daga þegar fjölskylda Soniu fer að versla. „Í síðustu viku var verðið 9 milljónir Bolivar en á sunnudaginn var það komið upp í 20 milljónir,“ segir Sonia.Íbúum refsað fyrir andstöðu við forsetann Hún kemur frá ríkinu Zulia, þar sem hún segir andstöðu við forsetann sérstaklega mikla. Ástandið sé því einna verst þar, enda sé íbúum refsað fyrir óhollustu sína með rafmagnsleysi í allt að fimmtán klukkustundir á dag, í steikjandi hita. „Án rafmagns höfum við ekki vatn. Við getum ekki geymt mat í ísskápnum því hann virkar ekki.“ Hún segist óttast mjög um fjölskylduna. „Ég á tvær systur og faðir minn þjáist af Alzheimersjúkdómi. Ég veit ekki hvað ég á að gera. Elsta systir mín á fjögur börn sem hafa öll yfirgefið Venesúela,“ segir Sonia.Hrædd við að berjast á götum úti Hún telur tímabært að þjóðin losi sig við gjörspilltan forsetann, en það sé erfitt þar sem herinn og lögreglan sé meira og minna á hans bandi. „Við erum hrædd við að berjast á götum úti og verða drepin af hernum. En ég veit satt að segja ekki hvort það sé verra að hræðast það að deyja á götum úti eða hræðast það að deyja úr eymd,“
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira