Lífið

Miss Universe Iceland verður krýnd í kvöld

Sylvía Hall skrifar
Fimm efstu sætin í Miss Universe Iceland árið 2017.
Fimm efstu sætin í Miss Universe Iceland árið 2017. Facebook
Fegurðarsamkeppnin Miss Universe Iceland fer fram í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í kvöld, en þetta er í þriðja sinn sem keppnin er haldin hér á landi.

Í ár taka fjórtán stúlkur þátt og freista þess að hreppa titilinn, en margar þeirra eru margreyndar í fegurðarsamkeppnum og eru að taka þátt í annað, og jafnvel þriðja sinn.

Keppnin hefur verið umdeild hérlendis, en í ár vakti það athygli margra að transkonur mættu ekki taka þátt í keppninni nema hafa gengist undir kynleiðréttingaraðgerð. Í ár hafa þó keppendur sjálfir stigið fram og lofað keppnina, og segja hana vera jákvæða og sjálfsstyrkjandi. 

Þá hafa stúlkurnar æft af kappi síðustu mánuði í undirbúningi fyrir keppnina, og eru hinar margfrægu gönguæfingar engin undantekning.

Arna Ýr Jónsdóttir, sigurvegari keppninnar í fyrra og fyrrum Ungfrú Ísland, mun því krýna arftaka sinn undir lok kvöldsins og mun sú stúlka keppa í lokakeppni Miss Universe, sem á íslensku mætti þýða sem ungfrú alheimur, fyrir hönd Íslands. 

Aðstandendur keppninnar munu deila myndum frá keppninni með fylgjendum sínum á Instagram fyrir þá sem vilja fylgjast með og má sjá þær hér að neðan.


Tengdar fréttir

Gönguæfingar?

„Ertu upptekin í kvöld?“ spyr vinkona mín mig þar sem við stöndum og bíðum eftir afgreiðslu á litlu kaffihúsi í miðbænum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×