Gönguæfingar? Hulda Vigdísardóttir skrifar 15. ágúst 2018 10:40 „Ertu upptekin í kvöld?“ spyr vinkona mín mig þar sem við stöndum og bíðum eftir afgreiðslu á litlu kaffihúsi í miðbænum. „Já, ég fer á gönguæfingu klukkan sjö.“ svara ég. „Gönguæfingu?“ apar hún upp eftir mér og lítur stórum spurnaraugum á mig. „Hvað meinarðu? Ertu á leiðinni í fjallgöngu eða hvernig gönguæfingu ertu eiginlega að fara á?“ bætir hún svo við. Undrun hennar kemur mér svo sem ekki á óvart því yfirleitt skilur fólk hvorki upp né niður þegar ég útskýri fyrir því mikilvægi gönguæfinga. Í sumar hef ég mætt tvisvar til fimm sinnum í viku í ræktina, nánar tiltekið í Reebok Fitness í Holtagörðum, á hinar svonefndu gönguæfingar með þrettán hressum stelpum sem eru hver annarri yndislegri. Við erum samt ekki á leiðinni á fjöll, að minnsta kosti ekki í bráð, enda væri sérkennilegt að æfa fjallgöngu í silfurlitum og glitrandi hælaskóm. Nei, við erum að undirbúa okkur fyrir Miss Universe Iceland sem fram fer í Hljómahöll 21. ágúst næstkomandi og hefur í senn verið afar lærdómsríkt og skemmtilegt ferli. Þegar ég staðfesti skráningu mína í vor, vissi ég að fólk hefði ólíkar skoðanir á keppnum sem þessari og þá ekki síst hér á landi; sumir hafa dálæti á fegurðarsamkeppnum á meðan að aðrir segja þær úr takti við tímann og fyrirlíta þær jafnvel. Uppspretta fordóma er þó oftar en ekki annað en þekkingar- og skilningsleysi og mig langaði að mynda mér mína eigin skoðun á Miss Universe keppninni. Ég lét því ekkert slíkt stoppa mig, enda fannst mér þetta spennandi tækifæri og ég sé sko ekki eftir því. Nei, svo langt því frá. Í raun hefði ég ekki getað ráðstafað sumrinu betur. Allt heila ferlið hefur komið mér á óvart og ég er yfir mig hamingjusöm að hafa leyft hjartanu (já, og forvitninni) að ráða. En af hverju að taka þátt í fegurðarsamkeppni og út á hvað gengur slík keppni eiginlega? Þar sem varla er hægt að skilgreina fegurð á einhvern einn máta, kemur e.t.v. ekki á óvart að hugtakið fegurðarsamkeppni sé ekki nógu lýsandi og geti jafnvel talist misvísandi eða ruglandi á vissan hátt. Jú, vissulega komum við fram í bikiníum og síðkjólum í Miss Universe Iceland en keppnin snýst samt um svo miklu meira. Við æfumst í ensku, hljótum góða þjálfun í framkomu og þurfum allar að vera vel að okkur í hinum ýmsu málefnum, enda getum við átt von á því að vera spurðar að hverju sem er uppi á sviði fyrir framan fullan sal af áhorfendum. Eins fáum við tækifæri til að prófa ýmislegt nýtt og láta gott af okkur leiða en sem dæmi héldum við góðgerðarbingó til styrktar Ljónshjarta þar sem söfnuðust 181 þúsund krónur og næsta laugardag hlaupum við til góðs í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Um leið stuðlum að eigin heilbrigði, sjálfsöryggi og hamingju. Þegar allt kemur til alls er það kannski einmitt það sem við gerum á þessum svonefndu gönguæfingum. Við göngum í átt að auknu heilbrigði, sjálfstrausti, vináttu og gleði og e.t.v. er það besta skilgreiningin á fegurð; í það minnsta klæðir hamingja alla vel. Hulda Vigdísardóttir M.A-próf í íslenskri málfræði Pipar\TBWA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
„Ertu upptekin í kvöld?“ spyr vinkona mín mig þar sem við stöndum og bíðum eftir afgreiðslu á litlu kaffihúsi í miðbænum. „Já, ég fer á gönguæfingu klukkan sjö.“ svara ég. „Gönguæfingu?“ apar hún upp eftir mér og lítur stórum spurnaraugum á mig. „Hvað meinarðu? Ertu á leiðinni í fjallgöngu eða hvernig gönguæfingu ertu eiginlega að fara á?“ bætir hún svo við. Undrun hennar kemur mér svo sem ekki á óvart því yfirleitt skilur fólk hvorki upp né niður þegar ég útskýri fyrir því mikilvægi gönguæfinga. Í sumar hef ég mætt tvisvar til fimm sinnum í viku í ræktina, nánar tiltekið í Reebok Fitness í Holtagörðum, á hinar svonefndu gönguæfingar með þrettán hressum stelpum sem eru hver annarri yndislegri. Við erum samt ekki á leiðinni á fjöll, að minnsta kosti ekki í bráð, enda væri sérkennilegt að æfa fjallgöngu í silfurlitum og glitrandi hælaskóm. Nei, við erum að undirbúa okkur fyrir Miss Universe Iceland sem fram fer í Hljómahöll 21. ágúst næstkomandi og hefur í senn verið afar lærdómsríkt og skemmtilegt ferli. Þegar ég staðfesti skráningu mína í vor, vissi ég að fólk hefði ólíkar skoðanir á keppnum sem þessari og þá ekki síst hér á landi; sumir hafa dálæti á fegurðarsamkeppnum á meðan að aðrir segja þær úr takti við tímann og fyrirlíta þær jafnvel. Uppspretta fordóma er þó oftar en ekki annað en þekkingar- og skilningsleysi og mig langaði að mynda mér mína eigin skoðun á Miss Universe keppninni. Ég lét því ekkert slíkt stoppa mig, enda fannst mér þetta spennandi tækifæri og ég sé sko ekki eftir því. Nei, svo langt því frá. Í raun hefði ég ekki getað ráðstafað sumrinu betur. Allt heila ferlið hefur komið mér á óvart og ég er yfir mig hamingjusöm að hafa leyft hjartanu (já, og forvitninni) að ráða. En af hverju að taka þátt í fegurðarsamkeppni og út á hvað gengur slík keppni eiginlega? Þar sem varla er hægt að skilgreina fegurð á einhvern einn máta, kemur e.t.v. ekki á óvart að hugtakið fegurðarsamkeppni sé ekki nógu lýsandi og geti jafnvel talist misvísandi eða ruglandi á vissan hátt. Jú, vissulega komum við fram í bikiníum og síðkjólum í Miss Universe Iceland en keppnin snýst samt um svo miklu meira. Við æfumst í ensku, hljótum góða þjálfun í framkomu og þurfum allar að vera vel að okkur í hinum ýmsu málefnum, enda getum við átt von á því að vera spurðar að hverju sem er uppi á sviði fyrir framan fullan sal af áhorfendum. Eins fáum við tækifæri til að prófa ýmislegt nýtt og láta gott af okkur leiða en sem dæmi héldum við góðgerðarbingó til styrktar Ljónshjarta þar sem söfnuðust 181 þúsund krónur og næsta laugardag hlaupum við til góðs í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Um leið stuðlum að eigin heilbrigði, sjálfsöryggi og hamingju. Þegar allt kemur til alls er það kannski einmitt það sem við gerum á þessum svonefndu gönguæfingum. Við göngum í átt að auknu heilbrigði, sjálfstrausti, vináttu og gleði og e.t.v. er það besta skilgreiningin á fegurð; í það minnsta klæðir hamingja alla vel. Hulda Vigdísardóttir M.A-próf í íslenskri málfræði Pipar\TBWA
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun