Gönguæfingar? Hulda Vigdísardóttir skrifar 15. ágúst 2018 10:40 „Ertu upptekin í kvöld?“ spyr vinkona mín mig þar sem við stöndum og bíðum eftir afgreiðslu á litlu kaffihúsi í miðbænum. „Já, ég fer á gönguæfingu klukkan sjö.“ svara ég. „Gönguæfingu?“ apar hún upp eftir mér og lítur stórum spurnaraugum á mig. „Hvað meinarðu? Ertu á leiðinni í fjallgöngu eða hvernig gönguæfingu ertu eiginlega að fara á?“ bætir hún svo við. Undrun hennar kemur mér svo sem ekki á óvart því yfirleitt skilur fólk hvorki upp né niður þegar ég útskýri fyrir því mikilvægi gönguæfinga. Í sumar hef ég mætt tvisvar til fimm sinnum í viku í ræktina, nánar tiltekið í Reebok Fitness í Holtagörðum, á hinar svonefndu gönguæfingar með þrettán hressum stelpum sem eru hver annarri yndislegri. Við erum samt ekki á leiðinni á fjöll, að minnsta kosti ekki í bráð, enda væri sérkennilegt að æfa fjallgöngu í silfurlitum og glitrandi hælaskóm. Nei, við erum að undirbúa okkur fyrir Miss Universe Iceland sem fram fer í Hljómahöll 21. ágúst næstkomandi og hefur í senn verið afar lærdómsríkt og skemmtilegt ferli. Þegar ég staðfesti skráningu mína í vor, vissi ég að fólk hefði ólíkar skoðanir á keppnum sem þessari og þá ekki síst hér á landi; sumir hafa dálæti á fegurðarsamkeppnum á meðan að aðrir segja þær úr takti við tímann og fyrirlíta þær jafnvel. Uppspretta fordóma er þó oftar en ekki annað en þekkingar- og skilningsleysi og mig langaði að mynda mér mína eigin skoðun á Miss Universe keppninni. Ég lét því ekkert slíkt stoppa mig, enda fannst mér þetta spennandi tækifæri og ég sé sko ekki eftir því. Nei, svo langt því frá. Í raun hefði ég ekki getað ráðstafað sumrinu betur. Allt heila ferlið hefur komið mér á óvart og ég er yfir mig hamingjusöm að hafa leyft hjartanu (já, og forvitninni) að ráða. En af hverju að taka þátt í fegurðarsamkeppni og út á hvað gengur slík keppni eiginlega? Þar sem varla er hægt að skilgreina fegurð á einhvern einn máta, kemur e.t.v. ekki á óvart að hugtakið fegurðarsamkeppni sé ekki nógu lýsandi og geti jafnvel talist misvísandi eða ruglandi á vissan hátt. Jú, vissulega komum við fram í bikiníum og síðkjólum í Miss Universe Iceland en keppnin snýst samt um svo miklu meira. Við æfumst í ensku, hljótum góða þjálfun í framkomu og þurfum allar að vera vel að okkur í hinum ýmsu málefnum, enda getum við átt von á því að vera spurðar að hverju sem er uppi á sviði fyrir framan fullan sal af áhorfendum. Eins fáum við tækifæri til að prófa ýmislegt nýtt og láta gott af okkur leiða en sem dæmi héldum við góðgerðarbingó til styrktar Ljónshjarta þar sem söfnuðust 181 þúsund krónur og næsta laugardag hlaupum við til góðs í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Um leið stuðlum að eigin heilbrigði, sjálfsöryggi og hamingju. Þegar allt kemur til alls er það kannski einmitt það sem við gerum á þessum svonefndu gönguæfingum. Við göngum í átt að auknu heilbrigði, sjálfstrausti, vináttu og gleði og e.t.v. er það besta skilgreiningin á fegurð; í það minnsta klæðir hamingja alla vel. Hulda Vigdísardóttir M.A-próf í íslenskri málfræði Pipar\TBWA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
„Ertu upptekin í kvöld?“ spyr vinkona mín mig þar sem við stöndum og bíðum eftir afgreiðslu á litlu kaffihúsi í miðbænum. „Já, ég fer á gönguæfingu klukkan sjö.“ svara ég. „Gönguæfingu?“ apar hún upp eftir mér og lítur stórum spurnaraugum á mig. „Hvað meinarðu? Ertu á leiðinni í fjallgöngu eða hvernig gönguæfingu ertu eiginlega að fara á?“ bætir hún svo við. Undrun hennar kemur mér svo sem ekki á óvart því yfirleitt skilur fólk hvorki upp né niður þegar ég útskýri fyrir því mikilvægi gönguæfinga. Í sumar hef ég mætt tvisvar til fimm sinnum í viku í ræktina, nánar tiltekið í Reebok Fitness í Holtagörðum, á hinar svonefndu gönguæfingar með þrettán hressum stelpum sem eru hver annarri yndislegri. Við erum samt ekki á leiðinni á fjöll, að minnsta kosti ekki í bráð, enda væri sérkennilegt að æfa fjallgöngu í silfurlitum og glitrandi hælaskóm. Nei, við erum að undirbúa okkur fyrir Miss Universe Iceland sem fram fer í Hljómahöll 21. ágúst næstkomandi og hefur í senn verið afar lærdómsríkt og skemmtilegt ferli. Þegar ég staðfesti skráningu mína í vor, vissi ég að fólk hefði ólíkar skoðanir á keppnum sem þessari og þá ekki síst hér á landi; sumir hafa dálæti á fegurðarsamkeppnum á meðan að aðrir segja þær úr takti við tímann og fyrirlíta þær jafnvel. Uppspretta fordóma er þó oftar en ekki annað en þekkingar- og skilningsleysi og mig langaði að mynda mér mína eigin skoðun á Miss Universe keppninni. Ég lét því ekkert slíkt stoppa mig, enda fannst mér þetta spennandi tækifæri og ég sé sko ekki eftir því. Nei, svo langt því frá. Í raun hefði ég ekki getað ráðstafað sumrinu betur. Allt heila ferlið hefur komið mér á óvart og ég er yfir mig hamingjusöm að hafa leyft hjartanu (já, og forvitninni) að ráða. En af hverju að taka þátt í fegurðarsamkeppni og út á hvað gengur slík keppni eiginlega? Þar sem varla er hægt að skilgreina fegurð á einhvern einn máta, kemur e.t.v. ekki á óvart að hugtakið fegurðarsamkeppni sé ekki nógu lýsandi og geti jafnvel talist misvísandi eða ruglandi á vissan hátt. Jú, vissulega komum við fram í bikiníum og síðkjólum í Miss Universe Iceland en keppnin snýst samt um svo miklu meira. Við æfumst í ensku, hljótum góða þjálfun í framkomu og þurfum allar að vera vel að okkur í hinum ýmsu málefnum, enda getum við átt von á því að vera spurðar að hverju sem er uppi á sviði fyrir framan fullan sal af áhorfendum. Eins fáum við tækifæri til að prófa ýmislegt nýtt og láta gott af okkur leiða en sem dæmi héldum við góðgerðarbingó til styrktar Ljónshjarta þar sem söfnuðust 181 þúsund krónur og næsta laugardag hlaupum við til góðs í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Um leið stuðlum að eigin heilbrigði, sjálfsöryggi og hamingju. Þegar allt kemur til alls er það kannski einmitt það sem við gerum á þessum svonefndu gönguæfingum. Við göngum í átt að auknu heilbrigði, sjálfstrausti, vináttu og gleði og e.t.v. er það besta skilgreiningin á fegurð; í það minnsta klæðir hamingja alla vel. Hulda Vigdísardóttir M.A-próf í íslenskri málfræði Pipar\TBWA
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar