Gönguæfingar? Hulda Vigdísardóttir skrifar 15. ágúst 2018 10:40 „Ertu upptekin í kvöld?“ spyr vinkona mín mig þar sem við stöndum og bíðum eftir afgreiðslu á litlu kaffihúsi í miðbænum. „Já, ég fer á gönguæfingu klukkan sjö.“ svara ég. „Gönguæfingu?“ apar hún upp eftir mér og lítur stórum spurnaraugum á mig. „Hvað meinarðu? Ertu á leiðinni í fjallgöngu eða hvernig gönguæfingu ertu eiginlega að fara á?“ bætir hún svo við. Undrun hennar kemur mér svo sem ekki á óvart því yfirleitt skilur fólk hvorki upp né niður þegar ég útskýri fyrir því mikilvægi gönguæfinga. Í sumar hef ég mætt tvisvar til fimm sinnum í viku í ræktina, nánar tiltekið í Reebok Fitness í Holtagörðum, á hinar svonefndu gönguæfingar með þrettán hressum stelpum sem eru hver annarri yndislegri. Við erum samt ekki á leiðinni á fjöll, að minnsta kosti ekki í bráð, enda væri sérkennilegt að æfa fjallgöngu í silfurlitum og glitrandi hælaskóm. Nei, við erum að undirbúa okkur fyrir Miss Universe Iceland sem fram fer í Hljómahöll 21. ágúst næstkomandi og hefur í senn verið afar lærdómsríkt og skemmtilegt ferli. Þegar ég staðfesti skráningu mína í vor, vissi ég að fólk hefði ólíkar skoðanir á keppnum sem þessari og þá ekki síst hér á landi; sumir hafa dálæti á fegurðarsamkeppnum á meðan að aðrir segja þær úr takti við tímann og fyrirlíta þær jafnvel. Uppspretta fordóma er þó oftar en ekki annað en þekkingar- og skilningsleysi og mig langaði að mynda mér mína eigin skoðun á Miss Universe keppninni. Ég lét því ekkert slíkt stoppa mig, enda fannst mér þetta spennandi tækifæri og ég sé sko ekki eftir því. Nei, svo langt því frá. Í raun hefði ég ekki getað ráðstafað sumrinu betur. Allt heila ferlið hefur komið mér á óvart og ég er yfir mig hamingjusöm að hafa leyft hjartanu (já, og forvitninni) að ráða. En af hverju að taka þátt í fegurðarsamkeppni og út á hvað gengur slík keppni eiginlega? Þar sem varla er hægt að skilgreina fegurð á einhvern einn máta, kemur e.t.v. ekki á óvart að hugtakið fegurðarsamkeppni sé ekki nógu lýsandi og geti jafnvel talist misvísandi eða ruglandi á vissan hátt. Jú, vissulega komum við fram í bikiníum og síðkjólum í Miss Universe Iceland en keppnin snýst samt um svo miklu meira. Við æfumst í ensku, hljótum góða þjálfun í framkomu og þurfum allar að vera vel að okkur í hinum ýmsu málefnum, enda getum við átt von á því að vera spurðar að hverju sem er uppi á sviði fyrir framan fullan sal af áhorfendum. Eins fáum við tækifæri til að prófa ýmislegt nýtt og láta gott af okkur leiða en sem dæmi héldum við góðgerðarbingó til styrktar Ljónshjarta þar sem söfnuðust 181 þúsund krónur og næsta laugardag hlaupum við til góðs í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Um leið stuðlum að eigin heilbrigði, sjálfsöryggi og hamingju. Þegar allt kemur til alls er það kannski einmitt það sem við gerum á þessum svonefndu gönguæfingum. Við göngum í átt að auknu heilbrigði, sjálfstrausti, vináttu og gleði og e.t.v. er það besta skilgreiningin á fegurð; í það minnsta klæðir hamingja alla vel. Hulda Vigdísardóttir M.A-próf í íslenskri málfræði Pipar\TBWA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
„Ertu upptekin í kvöld?“ spyr vinkona mín mig þar sem við stöndum og bíðum eftir afgreiðslu á litlu kaffihúsi í miðbænum. „Já, ég fer á gönguæfingu klukkan sjö.“ svara ég. „Gönguæfingu?“ apar hún upp eftir mér og lítur stórum spurnaraugum á mig. „Hvað meinarðu? Ertu á leiðinni í fjallgöngu eða hvernig gönguæfingu ertu eiginlega að fara á?“ bætir hún svo við. Undrun hennar kemur mér svo sem ekki á óvart því yfirleitt skilur fólk hvorki upp né niður þegar ég útskýri fyrir því mikilvægi gönguæfinga. Í sumar hef ég mætt tvisvar til fimm sinnum í viku í ræktina, nánar tiltekið í Reebok Fitness í Holtagörðum, á hinar svonefndu gönguæfingar með þrettán hressum stelpum sem eru hver annarri yndislegri. Við erum samt ekki á leiðinni á fjöll, að minnsta kosti ekki í bráð, enda væri sérkennilegt að æfa fjallgöngu í silfurlitum og glitrandi hælaskóm. Nei, við erum að undirbúa okkur fyrir Miss Universe Iceland sem fram fer í Hljómahöll 21. ágúst næstkomandi og hefur í senn verið afar lærdómsríkt og skemmtilegt ferli. Þegar ég staðfesti skráningu mína í vor, vissi ég að fólk hefði ólíkar skoðanir á keppnum sem þessari og þá ekki síst hér á landi; sumir hafa dálæti á fegurðarsamkeppnum á meðan að aðrir segja þær úr takti við tímann og fyrirlíta þær jafnvel. Uppspretta fordóma er þó oftar en ekki annað en þekkingar- og skilningsleysi og mig langaði að mynda mér mína eigin skoðun á Miss Universe keppninni. Ég lét því ekkert slíkt stoppa mig, enda fannst mér þetta spennandi tækifæri og ég sé sko ekki eftir því. Nei, svo langt því frá. Í raun hefði ég ekki getað ráðstafað sumrinu betur. Allt heila ferlið hefur komið mér á óvart og ég er yfir mig hamingjusöm að hafa leyft hjartanu (já, og forvitninni) að ráða. En af hverju að taka þátt í fegurðarsamkeppni og út á hvað gengur slík keppni eiginlega? Þar sem varla er hægt að skilgreina fegurð á einhvern einn máta, kemur e.t.v. ekki á óvart að hugtakið fegurðarsamkeppni sé ekki nógu lýsandi og geti jafnvel talist misvísandi eða ruglandi á vissan hátt. Jú, vissulega komum við fram í bikiníum og síðkjólum í Miss Universe Iceland en keppnin snýst samt um svo miklu meira. Við æfumst í ensku, hljótum góða þjálfun í framkomu og þurfum allar að vera vel að okkur í hinum ýmsu málefnum, enda getum við átt von á því að vera spurðar að hverju sem er uppi á sviði fyrir framan fullan sal af áhorfendum. Eins fáum við tækifæri til að prófa ýmislegt nýtt og láta gott af okkur leiða en sem dæmi héldum við góðgerðarbingó til styrktar Ljónshjarta þar sem söfnuðust 181 þúsund krónur og næsta laugardag hlaupum við til góðs í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Um leið stuðlum að eigin heilbrigði, sjálfsöryggi og hamingju. Þegar allt kemur til alls er það kannski einmitt það sem við gerum á þessum svonefndu gönguæfingum. Við göngum í átt að auknu heilbrigði, sjálfstrausti, vináttu og gleði og e.t.v. er það besta skilgreiningin á fegurð; í það minnsta klæðir hamingja alla vel. Hulda Vigdísardóttir M.A-próf í íslenskri málfræði Pipar\TBWA
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar