Lífið

Ekkert matarplan handa stelpunum í Miss Universe Iceland

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Miss Universe Iceland í núverandi mynd var haldin í fyrsta skipti árið 2016.
Miss Universe Iceland í núverandi mynd var haldin í fyrsta skipti árið 2016. Vísir/Samsett

Fegurðarsamkeppnin Miss Universe Iceland verður haldin í þriðja sinn þann 21. ágúst næstkomandi. Keppnin hefur verið haldin í Gamla bíó í miðbæ Reykjavíkur síðustu ár en hefur nú verið færð yfir í Hljómahöllina í Reykjanesbæ, nánar tiltekið Keflavík. Keppendur bera keppninni vel söguna og segja hana hvorki snúast um þyngd né útlit.

Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland, mætti ásamt þremur keppendum í Brennsluna á FM957 í morgun ásamt þremur keppendum, þeim Katrínu Leu Elenudóttur, Sunnevu Sif Jónsdóttur og Huldu Vigdísardóttur.

Sjá einnig: Segir skilyrði um „læknisfræðilega staðfest“ kvenkyn keppenda alþjóðlegar reglur

Stelpurnar sögðu stífar æfingar fyrir keppnina í fullum gangi. Þær voru sammála um að keppnin væri afar lærdómsríkt ferli, þær fái til að mynda æfingu í framkomu, og þvertóku auk þess kímnar fyrir það að Manuela hafi vigtað þær fyrir keppni og haldið að þeim matarplani.

„Við fengum að vita það á fyrsta degi að þessi keppni snýst ekki um það. Það á ekki að heyrast tal um þyngd eða útlitsmynd.“

Arna Ýr Jónsdóttir, Miss Universe Iceland 2017, mun krýna arftaka sinn í Hljómahöllinni í Keflavík þann 21. ágúst næstkomandi klukkan 20. Miðasala fer fram á tix.is.

Hlusta má á viðtalið við Manuelu, Katrínu, Sunnevu og Huldu í heild í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.