Sigurður Ingi segir gagnrýnina ekki eiga rétt á sér Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. ágúst 2018 22:32 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir gagnrýni tveggja bæjarstjóra um þá ákvörðun að opna fyrir útboð á Suðurlandsvegi áður en tvöföldun Reykjanesbrautar er lokið ekki eiga rétt á sér. Gjaldtaka vegatolla gæti hafist undir lok næsta árs gangi áætlanir eftir en með þeim væri hægt að flýta uppbyggingu vegakerfisins. Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Hafnarfjarðar lýstu fyrir helgi yfir undrun sinni á forgangsröðun Vegagerðarinnar þegar stofnunin tilkynnti opnun útboðs vegna breikkunar Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss undor lok mánaðarins og að framkvæmdir gætu hafist síðar í þessum mánuði. Samgönguráðherra segist skilja óþolinmæði fólks eftir að sjá framkvæmdir hefjast í sinni heimabyggð enda vegakerfið víða um land komið að þolmörkum.Sigurður Ingi segir gagnrýnina ekki eiga rétt á sér en hann geti þó sýnt því skilning að menn séu pirraðir.vísir/stöð2„Samgönguáætlun mun verða lögð fyrir á fyrstu dögum þingsins í september. Þarna var um að ræða einn áfanga, undirgöng til þess að koma umferð sem á ekki að vera á veginum, hestaumferð, undir göngin og laga það. Auðvitað á gagnrýnin engan rétt á sér, per se, en ég skil alveg pirring manna yfir því að það sé ekki allt í gangi heima hjá sér.“ Sigurður segir það liggja í augum uppi að samgönguyfirvöld séu með nokkur forgangsmál og eitt þeirra er að byggja upp grunnkerfið. „Annar forgangur er augljóslega líka sá að vegirnir hérna út úr Reykjavík, á höfuðborgarsvæðinu; Reykjanesbrautin, Vesturlandsvegur, Suðurlandsvegur, eru þeir vegir sem eru keyrðir hvað mest. Mesta umferðaröryggið felst í því að laga þá vegi, þeir verða þar með í hæsta forgangi líka.“ Tólf milljarðar verða settir í viðhald vega og á næstu þremur árum verða 16 og hálfur milljarður settur í uppbyggingu vegakerfisins. „Það er engu að síður þannig að það eru fleiri verkefni sem bíða, stór verkefni. Þess vegna erum við að horfa á þriðja fasann sem væri að setja á gjaldtöku þar sem við gætum verið með valkosti.“ Starfshópur á vegum ráðuneytisins vinnur að skýrslu um gjaldtökuna og má gera ráð fyrir því að hann ljúki störfum um áramót og að frumvarp til laga þess efnis verði lagt fram á vorþingi. Samgönguráðherra vonast eftir því að gjaldtaka hefjist verði hægt að fara í mikilvægar framkvæmdir á samgöngumannvirkjum mun fyrr. „Ég myndi vonast til þess að ef það gengi eftir að við næðum að fara með frumvarp næsta vor fyrir þingið að við gætum hafið slíkar framkvæmdir annað hvort í lok árs 2019 eða í það minnsta á árinu 2020,“ segir Sigurður. Bílar Samgöngur Vegtollar Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir gagnrýni tveggja bæjarstjóra um þá ákvörðun að opna fyrir útboð á Suðurlandsvegi áður en tvöföldun Reykjanesbrautar er lokið ekki eiga rétt á sér. Gjaldtaka vegatolla gæti hafist undir lok næsta árs gangi áætlanir eftir en með þeim væri hægt að flýta uppbyggingu vegakerfisins. Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Hafnarfjarðar lýstu fyrir helgi yfir undrun sinni á forgangsröðun Vegagerðarinnar þegar stofnunin tilkynnti opnun útboðs vegna breikkunar Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss undor lok mánaðarins og að framkvæmdir gætu hafist síðar í þessum mánuði. Samgönguráðherra segist skilja óþolinmæði fólks eftir að sjá framkvæmdir hefjast í sinni heimabyggð enda vegakerfið víða um land komið að þolmörkum.Sigurður Ingi segir gagnrýnina ekki eiga rétt á sér en hann geti þó sýnt því skilning að menn séu pirraðir.vísir/stöð2„Samgönguáætlun mun verða lögð fyrir á fyrstu dögum þingsins í september. Þarna var um að ræða einn áfanga, undirgöng til þess að koma umferð sem á ekki að vera á veginum, hestaumferð, undir göngin og laga það. Auðvitað á gagnrýnin engan rétt á sér, per se, en ég skil alveg pirring manna yfir því að það sé ekki allt í gangi heima hjá sér.“ Sigurður segir það liggja í augum uppi að samgönguyfirvöld séu með nokkur forgangsmál og eitt þeirra er að byggja upp grunnkerfið. „Annar forgangur er augljóslega líka sá að vegirnir hérna út úr Reykjavík, á höfuðborgarsvæðinu; Reykjanesbrautin, Vesturlandsvegur, Suðurlandsvegur, eru þeir vegir sem eru keyrðir hvað mest. Mesta umferðaröryggið felst í því að laga þá vegi, þeir verða þar með í hæsta forgangi líka.“ Tólf milljarðar verða settir í viðhald vega og á næstu þremur árum verða 16 og hálfur milljarður settur í uppbyggingu vegakerfisins. „Það er engu að síður þannig að það eru fleiri verkefni sem bíða, stór verkefni. Þess vegna erum við að horfa á þriðja fasann sem væri að setja á gjaldtöku þar sem við gætum verið með valkosti.“ Starfshópur á vegum ráðuneytisins vinnur að skýrslu um gjaldtökuna og má gera ráð fyrir því að hann ljúki störfum um áramót og að frumvarp til laga þess efnis verði lagt fram á vorþingi. Samgönguráðherra vonast eftir því að gjaldtaka hefjist verði hægt að fara í mikilvægar framkvæmdir á samgöngumannvirkjum mun fyrr. „Ég myndi vonast til þess að ef það gengi eftir að við næðum að fara með frumvarp næsta vor fyrir þingið að við gætum hafið slíkar framkvæmdir annað hvort í lok árs 2019 eða í það minnsta á árinu 2020,“ segir Sigurður.
Bílar Samgöngur Vegtollar Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira