Misstu aleiguna og hundinn í bruna út frá spjaldtölvu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. ágúst 2018 20:00 Fjölskylda á Akranesi missti aleiguna og hundinn sinn þegar eldur kviknaði út frá spjaldtölvu sem ofhitnaði í sófa á heimilinu. Slökkviliðsmaður segir mikilvægt að geyma tækin á hörðu yfirborði. Húsið var mannlaust þegar eldurinn kom upp hinn 29. júní síðastliðinn en íbúar voru á heimleið úr afmælisveislu í Reykjavík þegar símtalið barst. „Okkur var sagt að það væri kviknað í húsinu okkar og að slökkviliðið væri að reyna að komast inn. Eða nágranni var reyndar að reyna að komast inn en var ekki með lykil," segir Jóhanna Kristín Þorsteinsdóttir. Fjölskyldan missti aleiguna í brunanum og að sögn slökkviliðs mátti litlu muna að húsið brynni til grunna. Þá voru gæludýr fjölskyldunnar læst inni þegar eldurinn kom upp. „Þarna var hundurinn okkar og kanínan sem við vorum að passa og gullfiskarnir. Það var gert allt til að reyna bjarga hundinum en það gekk ekki," segir Jóhanna.Spjaldtölvan ofhitnaði í sófanum.Rannsókn leiddi í ljós að eldsupptökin voru í spjaldtölvu sem hafði fallið á milli sessa í stofusófanum. Tölvan var ekki í hleðslu en talið er líklegt að hún hafi ofhitnað vegna opinna forrita. „Þegar ekkert loft kemst að tækinu, sem gerist þegar því er stungið undir kodda eða á milli í sófa, þá myndast það mikill hiti að sjálfíkveikja í tækinu verður," segir Snorri Guðmundsson, slökkviliðsmaður og matsmaður eignatjóna hjá VÍS. Samkvæmt upplýsingum frá VÍS er nokkrum sinnum á ári tilkynnt um bruna af völdum snjalltækja og hjá TM er skráð eitt tjón þar sem eldur kviknaði út frá snjallsíma sem ofhitnaði undir sæng. „Þetta er inni á hverju einasta heimili. Jafnvel mörg svona tæki og það er unga fólkið sem er aðallega með þetta, krakkar og unglingar. Maður getur hreinlega aldrei farið of varlega með þessi tæki. Það þarf að hafa þau á stað þar sem loftar um þau að minnsta kosti og hafa hugann við þau á meðan þau eru í hleðslu af því þetta getur hitnað," segir Snorri Tryggingar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Fjölskylda á Akranesi missti aleiguna og hundinn sinn þegar eldur kviknaði út frá spjaldtölvu sem ofhitnaði í sófa á heimilinu. Slökkviliðsmaður segir mikilvægt að geyma tækin á hörðu yfirborði. Húsið var mannlaust þegar eldurinn kom upp hinn 29. júní síðastliðinn en íbúar voru á heimleið úr afmælisveislu í Reykjavík þegar símtalið barst. „Okkur var sagt að það væri kviknað í húsinu okkar og að slökkviliðið væri að reyna að komast inn. Eða nágranni var reyndar að reyna að komast inn en var ekki með lykil," segir Jóhanna Kristín Þorsteinsdóttir. Fjölskyldan missti aleiguna í brunanum og að sögn slökkviliðs mátti litlu muna að húsið brynni til grunna. Þá voru gæludýr fjölskyldunnar læst inni þegar eldurinn kom upp. „Þarna var hundurinn okkar og kanínan sem við vorum að passa og gullfiskarnir. Það var gert allt til að reyna bjarga hundinum en það gekk ekki," segir Jóhanna.Spjaldtölvan ofhitnaði í sófanum.Rannsókn leiddi í ljós að eldsupptökin voru í spjaldtölvu sem hafði fallið á milli sessa í stofusófanum. Tölvan var ekki í hleðslu en talið er líklegt að hún hafi ofhitnað vegna opinna forrita. „Þegar ekkert loft kemst að tækinu, sem gerist þegar því er stungið undir kodda eða á milli í sófa, þá myndast það mikill hiti að sjálfíkveikja í tækinu verður," segir Snorri Guðmundsson, slökkviliðsmaður og matsmaður eignatjóna hjá VÍS. Samkvæmt upplýsingum frá VÍS er nokkrum sinnum á ári tilkynnt um bruna af völdum snjalltækja og hjá TM er skráð eitt tjón þar sem eldur kviknaði út frá snjallsíma sem ofhitnaði undir sæng. „Þetta er inni á hverju einasta heimili. Jafnvel mörg svona tæki og það er unga fólkið sem er aðallega með þetta, krakkar og unglingar. Maður getur hreinlega aldrei farið of varlega með þessi tæki. Það þarf að hafa þau á stað þar sem loftar um þau að minnsta kosti og hafa hugann við þau á meðan þau eru í hleðslu af því þetta getur hitnað," segir Snorri
Tryggingar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent