Þjóðskjalasafnið ýtir á eftir kjararáði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. ágúst 2018 06:00 Frá húsakynnum kjararáðs í Skuggasundi í Reykjavík. Fréttablaðið/Ernir Þjóðskjalasafn Íslands hefur óskað eftir því við fjármála- og efnahagsráðuneytið að frágangur og afhending skjalasafns kjararáðs verði sett í formlegt ferli. Tæpir tveir mánuðir eru liðnir frá því að ráðið var lagt niður en enn hafa gögn frá því ekki borist safninu. Á síðasta ári óskaði Fréttablaðið eftir því að fá afrit af fundargerðum kjararáðs. Beiðni þess efnis var synjað. Sú niðurstaða var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem felldi synjunina úr gildi vegna annmarka á henni. Lagt var fyrir ráðið að taka málið til meðferðar að nýju. Fjórum dögum síðar var ráðið ekki lengur til. Eftir að ráðið var lagt niður gilda lög um opinber skjalasöfn um aðgang að gögnunum. Í júlí kannaði Fréttablaðið hjá Þjóðskjalasafninu hvort gögnin hefðu borist og fengust þau svör að svo væri ekki. Í ágúst bárust þau svör frá safninu að engin samskipti hefðu átt sér stað milli safnsins og kjararáðs eða ráðuneytisins vegna afhendingar gagnanna. „Satt best að segja á ég ekki von á því að þetta komi hingað á allra næstu vikum eða mánuðum,“ segir í svari skjalavarðar við skeyti blaðsins. Í svari frá fjármálaráðuneytinu frá því í síðustu viku segir að gögnin séu ekki í vörslu eða á ábyrgð ráðuneytisins. Starfsmaður kjararáðs sjái um að ganga frá gögnunum og afhenda þau. Ráðuneytið hafi engar upplýsingar um hvernig sú vinna gangi. Eftir fréttaflutning um seinaganginn hafði starfsfólk safnsins samband við ráðuneytið og óskaði eftir því að málið yrði sett í farveg. Viðbragða ráðuneytisins er nú beðið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Þjóðskjalasafn Íslands hefur óskað eftir því við fjármála- og efnahagsráðuneytið að frágangur og afhending skjalasafns kjararáðs verði sett í formlegt ferli. Tæpir tveir mánuðir eru liðnir frá því að ráðið var lagt niður en enn hafa gögn frá því ekki borist safninu. Á síðasta ári óskaði Fréttablaðið eftir því að fá afrit af fundargerðum kjararáðs. Beiðni þess efnis var synjað. Sú niðurstaða var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem felldi synjunina úr gildi vegna annmarka á henni. Lagt var fyrir ráðið að taka málið til meðferðar að nýju. Fjórum dögum síðar var ráðið ekki lengur til. Eftir að ráðið var lagt niður gilda lög um opinber skjalasöfn um aðgang að gögnunum. Í júlí kannaði Fréttablaðið hjá Þjóðskjalasafninu hvort gögnin hefðu borist og fengust þau svör að svo væri ekki. Í ágúst bárust þau svör frá safninu að engin samskipti hefðu átt sér stað milli safnsins og kjararáðs eða ráðuneytisins vegna afhendingar gagnanna. „Satt best að segja á ég ekki von á því að þetta komi hingað á allra næstu vikum eða mánuðum,“ segir í svari skjalavarðar við skeyti blaðsins. Í svari frá fjármálaráðuneytinu frá því í síðustu viku segir að gögnin séu ekki í vörslu eða á ábyrgð ráðuneytisins. Starfsmaður kjararáðs sjái um að ganga frá gögnunum og afhenda þau. Ráðuneytið hafi engar upplýsingar um hvernig sú vinna gangi. Eftir fréttaflutning um seinaganginn hafði starfsfólk safnsins samband við ráðuneytið og óskaði eftir því að málið yrði sett í farveg. Viðbragða ráðuneytisins er nú beðið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira