Þjóðskjalasafnið ýtir á eftir kjararáði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. ágúst 2018 06:00 Frá húsakynnum kjararáðs í Skuggasundi í Reykjavík. Fréttablaðið/Ernir Þjóðskjalasafn Íslands hefur óskað eftir því við fjármála- og efnahagsráðuneytið að frágangur og afhending skjalasafns kjararáðs verði sett í formlegt ferli. Tæpir tveir mánuðir eru liðnir frá því að ráðið var lagt niður en enn hafa gögn frá því ekki borist safninu. Á síðasta ári óskaði Fréttablaðið eftir því að fá afrit af fundargerðum kjararáðs. Beiðni þess efnis var synjað. Sú niðurstaða var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem felldi synjunina úr gildi vegna annmarka á henni. Lagt var fyrir ráðið að taka málið til meðferðar að nýju. Fjórum dögum síðar var ráðið ekki lengur til. Eftir að ráðið var lagt niður gilda lög um opinber skjalasöfn um aðgang að gögnunum. Í júlí kannaði Fréttablaðið hjá Þjóðskjalasafninu hvort gögnin hefðu borist og fengust þau svör að svo væri ekki. Í ágúst bárust þau svör frá safninu að engin samskipti hefðu átt sér stað milli safnsins og kjararáðs eða ráðuneytisins vegna afhendingar gagnanna. „Satt best að segja á ég ekki von á því að þetta komi hingað á allra næstu vikum eða mánuðum,“ segir í svari skjalavarðar við skeyti blaðsins. Í svari frá fjármálaráðuneytinu frá því í síðustu viku segir að gögnin séu ekki í vörslu eða á ábyrgð ráðuneytisins. Starfsmaður kjararáðs sjái um að ganga frá gögnunum og afhenda þau. Ráðuneytið hafi engar upplýsingar um hvernig sú vinna gangi. Eftir fréttaflutning um seinaganginn hafði starfsfólk safnsins samband við ráðuneytið og óskaði eftir því að málið yrði sett í farveg. Viðbragða ráðuneytisins er nú beðið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira
Þjóðskjalasafn Íslands hefur óskað eftir því við fjármála- og efnahagsráðuneytið að frágangur og afhending skjalasafns kjararáðs verði sett í formlegt ferli. Tæpir tveir mánuðir eru liðnir frá því að ráðið var lagt niður en enn hafa gögn frá því ekki borist safninu. Á síðasta ári óskaði Fréttablaðið eftir því að fá afrit af fundargerðum kjararáðs. Beiðni þess efnis var synjað. Sú niðurstaða var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem felldi synjunina úr gildi vegna annmarka á henni. Lagt var fyrir ráðið að taka málið til meðferðar að nýju. Fjórum dögum síðar var ráðið ekki lengur til. Eftir að ráðið var lagt niður gilda lög um opinber skjalasöfn um aðgang að gögnunum. Í júlí kannaði Fréttablaðið hjá Þjóðskjalasafninu hvort gögnin hefðu borist og fengust þau svör að svo væri ekki. Í ágúst bárust þau svör frá safninu að engin samskipti hefðu átt sér stað milli safnsins og kjararáðs eða ráðuneytisins vegna afhendingar gagnanna. „Satt best að segja á ég ekki von á því að þetta komi hingað á allra næstu vikum eða mánuðum,“ segir í svari skjalavarðar við skeyti blaðsins. Í svari frá fjármálaráðuneytinu frá því í síðustu viku segir að gögnin séu ekki í vörslu eða á ábyrgð ráðuneytisins. Starfsmaður kjararáðs sjái um að ganga frá gögnunum og afhenda þau. Ráðuneytið hafi engar upplýsingar um hvernig sú vinna gangi. Eftir fréttaflutning um seinaganginn hafði starfsfólk safnsins samband við ráðuneytið og óskaði eftir því að málið yrði sett í farveg. Viðbragða ráðuneytisins er nú beðið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira