Erlent

Sessions setur hnefann í borðið og vísar ávirðingum Trumps til föðurhúsanna

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Jeff Sessions segist áfram ætla að vera faglegur í starfi. Þrýstingur frá Bandaríkjaforseta muni ekki hafa áhrif á störf hans.
Jeff Sessions segist áfram ætla að vera faglegur í starfi. Þrýstingur frá Bandaríkjaforseta muni ekki hafa áhrif á störf hans. Vísir/EPA
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fann sig knúinn til að svara ávirðingum Donalds Trump í sérstakri yfirlýsingu.Í viðtali hjá Fox & Friends sem fór fram í gær en fór í loftið í morgun vegur Trump að starfsheiðri Sessions og segir að hann hafi í raun aldrei náð fótfestu sem yfirmaður dómsmálaráðuneytisins og bætir við að það sé í sjálfu sér mikið afrek.Þegar leið á viðtalið spurði Trump síðan: „Hvers konar maður er þetta eiginlega?“Í yfirlýsingu Sessions segir hann að svo lengi sem hann sé í embætti dómsmálaráðherra muni hann ekki láta pólitísk sjónarmið hverju sinni hafa áhrif á störf sín.The New York Times greinir frá því að Trump hafi margsinnis lýst því yfir að hann sjá eftir því að hafa útnefnt Sessions í embætti dómsmálaráðherra því hann hafi ekki náð að verja hann fyrir rannsókn yfirvalda á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Sessions lýsti sig vanhæfan til að fjalla um rannsóknina.„Ég geri ávallt ýtrustu kröfur og þegar ekki er hægt að verða við þeim þá gríp ég til aðgerða,“ segir Sessions í yfirlýsingunni.


Tengdar fréttir

Trump segir sekt Cohens smámál

Böndin berast að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eftir sakfellingu Pauls Manafort, áður kosningastjóra hans, og játningu Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns forsetans.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.