Dries Mertens tryggði sigur Napoli

Dagur Lárusson skrifar
Dries Mertens.
Dries Mertens. Vísir/Getty

Dries Mertens tryggði Napoli magnaðan endurkomusigur á AC Milan í ítalska boltanum í kvöld.
 
Liðsmenn AC Milan mættu ákveðnir til leiks og sóttu stíft fyrstu mínúturnar og náðu að skapa sér góð færi. Giacomo Bonaventura náði að skora úr einum af þeim færum á 15. mínútu og kom því sínum mönnum yfir.
 
Staðan var 1-0 í hálfleiknum en AC Milan var ekki lengi að tvöfalda forystuna í seinni hálfleiknum því Davide Calabria skoraði strax á 49.mínútu.
 
Liðsmenn Napoli voru þó ekki á þeim buxunum að gefast upp og minnkuðu þeir muninn aðeins fjórum mínútum seinna en þar var á ferðinni Piotr Zielinski.
 
Hann var síðan aftur á ferðinni á 67. mínútu og jafnaði metin fyrir heimaliðið og allt stefndi því í æsipennandi lokamínútur.
 
Á þessum tímapunkti í leiknum voru liðsmenn Napoli heldur betur með yfirhöndina og sköpuðu þer mikið af færum. Dries Mertens fékk eitt af þeim færum á 80. mínútu og skoraði hann úr því og kom sínum mönnum því yfir í fyrsta sinn í leiknum.
 
Þetta var síðasta mark leiksins og því fékk Napoli stigin þrjú.
 

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.