Dries Mertens tryggði sigur Napoli

Dagur Lárusson skrifar
Dries Mertens.
Dries Mertens. Vísir/Getty
Dries Mertens tryggði Napoli magnaðan endurkomusigur á AC Milan í ítalska boltanum í kvöld.

 

Liðsmenn AC Milan mættu ákveðnir til leiks og sóttu stíft fyrstu mínúturnar og náðu að skapa sér góð færi. Giacomo Bonaventura náði að skora úr einum af þeim færum á 15. mínútu og kom því sínum mönnum yfir.

 

Staðan var 1-0 í hálfleiknum en AC Milan var ekki lengi að tvöfalda forystuna í seinni hálfleiknum því Davide Calabria skoraði strax á 49.mínútu.

 

Liðsmenn Napoli voru þó ekki á þeim buxunum að gefast upp og minnkuðu þeir muninn aðeins fjórum mínútum seinna en þar var á ferðinni Piotr Zielinski.

 

Hann var síðan aftur á ferðinni á 67. mínútu og jafnaði metin fyrir heimaliðið og allt stefndi því í æsipennandi lokamínútur.

 

Á þessum tímapunkti í leiknum voru liðsmenn Napoli heldur betur með yfirhöndina og sköpuðu þer mikið af færum. Dries Mertens fékk eitt af þeim færum á 80. mínútu og skoraði hann úr því og kom sínum mönnum því yfir í fyrsta sinn í leiknum.

 

Þetta var síðasta mark leiksins og því fékk Napoli stigin þrjú.

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira