Fótbolti

Strákarnir æfa í Austurríki fyrir fyrsta leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Spænska landsliðið æfði í Schruns fyrir EM 2016.
Spænska landsliðið æfði í Schruns fyrir EM 2016. Vísir/Getty

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun undirbúa sig fyrir fyrsta leikinn sinn í Þjóðadeildinni á fjallahóteli í Austurríki.

Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, sagði frá því á blaðamannafundi í dag, að liðið muni fara til Austurríkis og gista þar í fallegum bæ sem heitir Schruns.

Schruns er í vesturhluta Austurríki ekki langt frá landamærunum við Sviss.  „Þetta er gríðarlega fallegur bær,“ sagði Freyr.

Freyr sagði frá því að stórar þjóðir og stórir fóyboltaklúbbar í Evrópu hafa nýtt sér góða aðstöðu í Schruns til að undirbúa sig.

Það er mjög þekkt að atvinnumannalið fari í Alpana til að undirbúa sig fyrir komandi keppnistímabil.  Spænska landsliðið æfði líka þarna í lokaundirbúningi sínum fyrir EM í Frakklandi 2016.

Liðið er bara fimm daga saman fyrir fyrsta leik og þessir dagar í Schruns eru því mjög mikilvægir.

Leikurinn við Sviss er fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Svíans Erik Hamrén.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.