Páfinn tjáir sig ekki Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2018 06:22 Mótmælendur í Dyflinni beindu spjótum sínum að páfanum. Vísir/EPA Frans Páfi ætlar ekki að tjá sig um ásakanir þess efnis að hann hafi vitað af kynferðisbrotum innan kaþólsku kirkjunnar. Fyrrverandi sendiherra Vatíkansins steig fram á dögunum og kallað eftir afsögn páfans vegna meintrar vitneskju og yfirhylmingar hans á brotunum. Páfinn var spurður út í málið af blaðamönnum á Írlandi, þar sem hann hefur varið helginni. Svar hans var á þá leið að hann ætlaði sér ekki að tjá sig um hina 11 blaðsíðna löngu yfirlýsingu sem ítalski erkibiskupinn Carlo Maria Vigano sendi frá sér. Þar sakaði hann Frans um að að hafa vitað af kynferðisbrotum bandaríska kardinálans Theodore McCarrick frá árinu 2013 en Frans samþykkti afsögn McCarrick í síðasta mánuði. „Í einlægni segi ég við ykkur, og alla áhugasama: Lesið bréfið vandlega og dæmið það sjálf,“ sagði páfinn í samtali við írska blaðamenn og bætti við: „Ég mun ekki segja eitt orð um þetta. Ég tel að yfirlýsingin tali sínu máli.“Breska ríkisútvarpið veltir fyrir sér hvort að yfirlýsing Vigano kunni að vera hluti af „samhæfðri árás íhaldsmanna innan kaþólska stigveldsins.“ Þeir eru taldir hafa horn í síðu Frans, sem af mörgum er flokkaður meðal frjálslyndari páfa sem fram hafa komið. „Þið hafið nægar forsendur til að draga ályktanir. Þegar smá tími hefur liðið og þið eruð komin að niðurstöðu, þá getum við kannski rætt málin,“ sagði Frans páfi á Írlandi. Vigano var skipaður sendiherra Páfagarðs í Bandaríkjunum árið 2011 af Benedikt páfa XVI. en sagði af sér vegna aldurs árið 2016. Áður hafði hann gegnt sama hlutverki fyrir Páfagarð í Nígeríu. Segi Páfi af sér yrði hann eingöngu þriðji páfinn síðan á 13.öld til að segja af sér og yrði hann annar páfinn í röð til að segja af sér en Benedikt XVI. sagði af sér vegna heilsu og aldur árið 2013. Tengdar fréttir Páfi fundaði með þolendum kynferðislegs ofbeldis Frans páfi segist skammast sín fyrir hversu illa Kaþólsku kirkjunni hefur gengið að taka á hinu "viðurstyggilegu“ kynferðislega ofbeldi sumra presta kirkjunnar. 25. ágúst 2018 22:17 Írar gengu til minningar um fórnarlömb kaþólsku kirkjunnar Hundruðir Íra tóku þátt í mótmælagöngu í gegnum bæinn Tuam í Írlandi í dag til minningar um 800 börn sem létust á munaðarleysingjahæli kaþólsku kirkjunnar og voru grafin í fjöldagröf á landi hælisins. 26. ágúst 2018 16:19 Fyrrum sendiherra Vatíkansins kallar eftir afsögn Páfa Hinn ítalski erkibiskup Carlo Maria Vigano sendi frá sér yfirlýsingu á fjölmiðla þar sem hann sakar Frans Páfa um að hafa vitað af kynferðisbrotum bandaríska kardinálans 26. ágúst 2018 09:54 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Frans Páfi ætlar ekki að tjá sig um ásakanir þess efnis að hann hafi vitað af kynferðisbrotum innan kaþólsku kirkjunnar. Fyrrverandi sendiherra Vatíkansins steig fram á dögunum og kallað eftir afsögn páfans vegna meintrar vitneskju og yfirhylmingar hans á brotunum. Páfinn var spurður út í málið af blaðamönnum á Írlandi, þar sem hann hefur varið helginni. Svar hans var á þá leið að hann ætlaði sér ekki að tjá sig um hina 11 blaðsíðna löngu yfirlýsingu sem ítalski erkibiskupinn Carlo Maria Vigano sendi frá sér. Þar sakaði hann Frans um að að hafa vitað af kynferðisbrotum bandaríska kardinálans Theodore McCarrick frá árinu 2013 en Frans samþykkti afsögn McCarrick í síðasta mánuði. „Í einlægni segi ég við ykkur, og alla áhugasama: Lesið bréfið vandlega og dæmið það sjálf,“ sagði páfinn í samtali við írska blaðamenn og bætti við: „Ég mun ekki segja eitt orð um þetta. Ég tel að yfirlýsingin tali sínu máli.“Breska ríkisútvarpið veltir fyrir sér hvort að yfirlýsing Vigano kunni að vera hluti af „samhæfðri árás íhaldsmanna innan kaþólska stigveldsins.“ Þeir eru taldir hafa horn í síðu Frans, sem af mörgum er flokkaður meðal frjálslyndari páfa sem fram hafa komið. „Þið hafið nægar forsendur til að draga ályktanir. Þegar smá tími hefur liðið og þið eruð komin að niðurstöðu, þá getum við kannski rætt málin,“ sagði Frans páfi á Írlandi. Vigano var skipaður sendiherra Páfagarðs í Bandaríkjunum árið 2011 af Benedikt páfa XVI. en sagði af sér vegna aldurs árið 2016. Áður hafði hann gegnt sama hlutverki fyrir Páfagarð í Nígeríu. Segi Páfi af sér yrði hann eingöngu þriðji páfinn síðan á 13.öld til að segja af sér og yrði hann annar páfinn í röð til að segja af sér en Benedikt XVI. sagði af sér vegna heilsu og aldur árið 2013.
Tengdar fréttir Páfi fundaði með þolendum kynferðislegs ofbeldis Frans páfi segist skammast sín fyrir hversu illa Kaþólsku kirkjunni hefur gengið að taka á hinu "viðurstyggilegu“ kynferðislega ofbeldi sumra presta kirkjunnar. 25. ágúst 2018 22:17 Írar gengu til minningar um fórnarlömb kaþólsku kirkjunnar Hundruðir Íra tóku þátt í mótmælagöngu í gegnum bæinn Tuam í Írlandi í dag til minningar um 800 börn sem létust á munaðarleysingjahæli kaþólsku kirkjunnar og voru grafin í fjöldagröf á landi hælisins. 26. ágúst 2018 16:19 Fyrrum sendiherra Vatíkansins kallar eftir afsögn Páfa Hinn ítalski erkibiskup Carlo Maria Vigano sendi frá sér yfirlýsingu á fjölmiðla þar sem hann sakar Frans Páfa um að hafa vitað af kynferðisbrotum bandaríska kardinálans 26. ágúst 2018 09:54 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Páfi fundaði með þolendum kynferðislegs ofbeldis Frans páfi segist skammast sín fyrir hversu illa Kaþólsku kirkjunni hefur gengið að taka á hinu "viðurstyggilegu“ kynferðislega ofbeldi sumra presta kirkjunnar. 25. ágúst 2018 22:17
Írar gengu til minningar um fórnarlömb kaþólsku kirkjunnar Hundruðir Íra tóku þátt í mótmælagöngu í gegnum bæinn Tuam í Írlandi í dag til minningar um 800 börn sem létust á munaðarleysingjahæli kaþólsku kirkjunnar og voru grafin í fjöldagröf á landi hælisins. 26. ágúst 2018 16:19
Fyrrum sendiherra Vatíkansins kallar eftir afsögn Páfa Hinn ítalski erkibiskup Carlo Maria Vigano sendi frá sér yfirlýsingu á fjölmiðla þar sem hann sakar Frans Páfa um að hafa vitað af kynferðisbrotum bandaríska kardinálans 26. ágúst 2018 09:54