Svona virkar Þjóðadeild UEFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2018 16:00 Riðlarnir í A-deildinni. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í hópi tólf þjóða sem keppa um nýjasta bikar fótboltans sem er bikarinn fyrir sigurinn í UEFA Nations League eða Þjóðadeild UEFA. En hvernig virkar eiginlega þessi Þjóðadeild? Helsta markmið Þjóðadeildar UEFA er að útrýma þýðingarlitlum vináttuleikjum og skipta þeim út fyrir alvöru keppnisleiki. Vináttuleikirnir heyra hér eftir sögunni til og hér eftir eiga allir landsleikir að skipta máli. Þjóðadeildin er í raun eins og deildarkeppni í hverju öðru landi með A-deild, B-deild, C-deild og D-deild. Aðeins liðin í A-deild eiga möguleika á vinna titilinn en liðin í neðri deildunum keppast um að komast upp um deild. Hver deild skiptist niður í fjóra riðla og fæst lið eru í A-deildinni eða tólf. Sextán lið eru í B og D-deild og fimmtán lið eru í C-deildinni. Efstu liðin í riðlunum fjórum í A-deildinni komast í úrslitakeppnina næsta sumar þar sem verða undanúrslit og svo leikir um gull og brons. Neðstu liðin í hverju riðli í þremur efstu deildunum verða síðan að sætta sig við fall niður í næstu deild en efstu liðin í riðlunum fjórum í þremur neðstu deildunum taka síðan þeira sæti, það er komast upp um deild. Þessi nýja keppni á vegum Knattspyrnusambands Evrópu hefst í næsta mánuði og íslenska karlandsliðið er í hópi tólf útvaldra þjóða sem eru í A-deild og fá því tækifæri til að vinna fyrstu Þjóðadeild UEFA. Þjóðadeildin mun fara fram á tveggja ára fresti og riðlakeppni fyrstu Þjóðadeildarinnar fer fram á næstu þremur mánuðum eða frá september til nóvember. Mótherjar Íslands eru Belgía og Sviss en efsta liðið í riðlinum kemst áfram í undanúrslit keppninnar sem fara fram næsta sumar.Hér má sjá myndband frá UEFA sem útskýrir hvernig Þjóðadeild UEFA virkar og hvernig hún tengist undankeppni næsta Evrópumóts.Vísir/Getty Þjóðadeild UEFA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í hópi tólf þjóða sem keppa um nýjasta bikar fótboltans sem er bikarinn fyrir sigurinn í UEFA Nations League eða Þjóðadeild UEFA. En hvernig virkar eiginlega þessi Þjóðadeild? Helsta markmið Þjóðadeildar UEFA er að útrýma þýðingarlitlum vináttuleikjum og skipta þeim út fyrir alvöru keppnisleiki. Vináttuleikirnir heyra hér eftir sögunni til og hér eftir eiga allir landsleikir að skipta máli. Þjóðadeildin er í raun eins og deildarkeppni í hverju öðru landi með A-deild, B-deild, C-deild og D-deild. Aðeins liðin í A-deild eiga möguleika á vinna titilinn en liðin í neðri deildunum keppast um að komast upp um deild. Hver deild skiptist niður í fjóra riðla og fæst lið eru í A-deildinni eða tólf. Sextán lið eru í B og D-deild og fimmtán lið eru í C-deildinni. Efstu liðin í riðlunum fjórum í A-deildinni komast í úrslitakeppnina næsta sumar þar sem verða undanúrslit og svo leikir um gull og brons. Neðstu liðin í hverju riðli í þremur efstu deildunum verða síðan að sætta sig við fall niður í næstu deild en efstu liðin í riðlunum fjórum í þremur neðstu deildunum taka síðan þeira sæti, það er komast upp um deild. Þessi nýja keppni á vegum Knattspyrnusambands Evrópu hefst í næsta mánuði og íslenska karlandsliðið er í hópi tólf útvaldra þjóða sem eru í A-deild og fá því tækifæri til að vinna fyrstu Þjóðadeild UEFA. Þjóðadeildin mun fara fram á tveggja ára fresti og riðlakeppni fyrstu Þjóðadeildarinnar fer fram á næstu þremur mánuðum eða frá september til nóvember. Mótherjar Íslands eru Belgía og Sviss en efsta liðið í riðlinum kemst áfram í undanúrslit keppninnar sem fara fram næsta sumar.Hér má sjá myndband frá UEFA sem útskýrir hvernig Þjóðadeild UEFA virkar og hvernig hún tengist undankeppni næsta Evrópumóts.Vísir/Getty
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Sjá meira