Segist hafa beðist fyrirgefningar fyrir guði og mönnum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 20:00 Séra Þórir Stephensen viðurkennir að hafa brotið kynferðislega á tólf ára gamalli stúlku fyrir um 65 árum. Hann kveðst hafa iðrast brota sinna alla tíð en hann hafi beðist fyrirgefningar bæði fyrir guði og mönnum. DV nafngreindi Þóri í umfjöllun sinni um helgina en aðrir miðlar hafa einnig fjallað um málið. Þórir starfaði sem prestur um áratugaskeið en árið 2015, eftir að Þórir lét af störfum, leitaði þolandinn, þá í kringum sjötugt, til fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota og óskaði eftir hjálp. Fagráðið brást við beiðni þolandans og fór fram sáttafundur sem Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands sat, að ósk þolandans. Í samtali við fréttastofu segir Þórir: „Ég hef viðurkennt brot mitt, iðrast þess alla tíð og beðist fyrirgefningar bæði fyrir guði og mönnum. Meira er ekki um það að segja.“ Þórir vildi ekki veita viðtal eða tjá sig frekar um málið. Agnes M. Sigurðardóttir biskup gat ekki veitt viðtal vegna málsins í dag en í færslu á Facebook um helgina kveðst embættið taka gagnrýni til sín, kirkjan geti ekki stungið höfðinu í sandinn og það sé einlægur vilji kirkjunnar til að gera vel þegar mál af þessum toga eru annars vegar. Elína Hrund Kristjánsdóttir, formaður fagráðsins um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar áréttar að hagsmunir þolenda séu alltaf hafðir að leiðarljósi. „Það sem að fagráðið er alltaf með að leiðarljósi eru þolendurnir en ekki gerendurnir. Þannig að við berum hagsmuni þolenda fyrir brjósti og eins og í þessu tilfelli þá er það ekki þolandi sem að stígur fram og segir sögu sína heldur ættingi. Þetta er ekki gert í samráði við manneskjuna sem fyrir brotinu verður sem er mjög alvarlegt mál,“ segir Elína í samtali við fréttastofu. „Fólk verður að leita til fagráðs og vita það að þar ríki trúnaður, ef trúnaðurinn er ekki til staðar þá er tilgangslaust að hafa svona batterí.“Fagráðið sem starfar sjálfstætt hefur verið starfandi síðan 1998 en að sögn Elínu Hrundar eru reglur þess sífellt til endurskoðunar. Af máli Þóris geti kirkjan eflaust ýmislegt lært. „En eins og ég segi, þetta brot er framið áður en maðurinn hefur störf innan kirkjunnar og er ekki upplýst fyrr en eftir að hann lýkur störfum. Þannig að það er líka spurning, hvernig eigum við að bregðast við þegar enginn veit af þessu?“ spyr Elína. „Ég er ekki að afsaka gjörðir hans á nokkurn hátt, engan veginn. En þetta er þegar maðurinn er hættur störfum.“ Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Séra Þórir Stephensen viðurkennir að hafa brotið kynferðislega á tólf ára gamalli stúlku fyrir um 65 árum. Hann kveðst hafa iðrast brota sinna alla tíð en hann hafi beðist fyrirgefningar bæði fyrir guði og mönnum. DV nafngreindi Þóri í umfjöllun sinni um helgina en aðrir miðlar hafa einnig fjallað um málið. Þórir starfaði sem prestur um áratugaskeið en árið 2015, eftir að Þórir lét af störfum, leitaði þolandinn, þá í kringum sjötugt, til fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota og óskaði eftir hjálp. Fagráðið brást við beiðni þolandans og fór fram sáttafundur sem Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands sat, að ósk þolandans. Í samtali við fréttastofu segir Þórir: „Ég hef viðurkennt brot mitt, iðrast þess alla tíð og beðist fyrirgefningar bæði fyrir guði og mönnum. Meira er ekki um það að segja.“ Þórir vildi ekki veita viðtal eða tjá sig frekar um málið. Agnes M. Sigurðardóttir biskup gat ekki veitt viðtal vegna málsins í dag en í færslu á Facebook um helgina kveðst embættið taka gagnrýni til sín, kirkjan geti ekki stungið höfðinu í sandinn og það sé einlægur vilji kirkjunnar til að gera vel þegar mál af þessum toga eru annars vegar. Elína Hrund Kristjánsdóttir, formaður fagráðsins um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar áréttar að hagsmunir þolenda séu alltaf hafðir að leiðarljósi. „Það sem að fagráðið er alltaf með að leiðarljósi eru þolendurnir en ekki gerendurnir. Þannig að við berum hagsmuni þolenda fyrir brjósti og eins og í þessu tilfelli þá er það ekki þolandi sem að stígur fram og segir sögu sína heldur ættingi. Þetta er ekki gert í samráði við manneskjuna sem fyrir brotinu verður sem er mjög alvarlegt mál,“ segir Elína í samtali við fréttastofu. „Fólk verður að leita til fagráðs og vita það að þar ríki trúnaður, ef trúnaðurinn er ekki til staðar þá er tilgangslaust að hafa svona batterí.“Fagráðið sem starfar sjálfstætt hefur verið starfandi síðan 1998 en að sögn Elínu Hrundar eru reglur þess sífellt til endurskoðunar. Af máli Þóris geti kirkjan eflaust ýmislegt lært. „En eins og ég segi, þetta brot er framið áður en maðurinn hefur störf innan kirkjunnar og er ekki upplýst fyrr en eftir að hann lýkur störfum. Þannig að það er líka spurning, hvernig eigum við að bregðast við þegar enginn veit af þessu?“ spyr Elína. „Ég er ekki að afsaka gjörðir hans á nokkurn hátt, engan veginn. En þetta er þegar maðurinn er hættur störfum.“
Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent