Innlent

Ríkisstjórnin fundar oftar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja.
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja. vísir/ernir

Reglulegir fundir ríkisstjórnarinnar munu héðan í frá verða að jafnaði tvisvar í viku meðan þing stendur yfir í stað einu sinni áður. Þetta felst í nýjum starfsreglum ríkisstjórnarinnar.

Í reglunum sem áður giltu var kveðið á um að reglulegir fundartímar skyldu vera einu sinni í viku eða á slaginu hálf tíu hvern föstudag. Í hinum nýju reglum er kveðið á um að á meðan þing sé að störfum skuli ríkisstjórnin að auki funda á hverjum þriðjudagsmorgni.

Í hinum nýju reglum er einnig kveðið á um að dagskrá fundar auk fundargagna skuli liggja fyrir í fundakerfi ríkisstjórnar kl. 16 daginn fyrir fund.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.