Fótbolti

Joachim Löw um rasisma innan þýska landsliðsins: Ýkjur hjá Mesut Özil

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joachim Löw og Mesut Özil
Joachim Löw og Mesut Özil Vísir/Getty
Mesut Özil lét landsliðsþjálfarann Joachim Löw ekki ná í sig þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og þjálfarinn las um það í fjölmiðlum að Arsenal maðurinn væri hættur í landsliðinu.

Mesut Özil yfirgaf þýska landsliðið með látum eftir HM í sumar og sagðist þá hafa fundið fyrir miklu kynþáttahatri innan þýska landsliðsins vegna tyrkneskra róta sinna.

Nú hefur landsliðsþjálfarinn Joachim Löw tjáð sig um yfirlýsingar Mesut Özil og samskiptaleysið.  





„Fullyrðingar hans um rasisma eru ýktar. Á mínum tíma með landsliðið hefur það ekki einu sinni verið smá vísbending um kynþáttarhatur innan þýska landsliðsins,“ sagði Joachim Löw.

Mesut Özil var gagnrýndur fyrir mynd sem hann birti af sér með tyrkneska forsetanum Tayyip Erdogan og Ilkay Gundogan fyrir HM.

Sú gagnrýni fór afar illa í Arsenal manninn en leikmaðurinn var líka gagnrýndur fyrir slaka frammistöðu sína á HM í Rússlandi.

„Leikmaðurinn hefur ekki hringt í mig eins og vaninn er þegar leikmenn hætta í landsliðinu. Mesut ákvað að fara aðra leið,“ sagði Löw.

„Ég reyndi ótrekað að ná sambandi við hann með smáskilaboðum eða í síma en það gekk ekki. Ég verð bara að sætta mig við þetta,“ sagði Löw.

Mesut Özil lék 92 landsleiki fyrir Þýskaland og var fimm sinnum kosins besti leikmaður landsliðsins af stuðningsmönnum. Özil var í heimsmeistaraliði Þýskaland 2014.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×