Innlent

Óánægð með ákvarðanatöku í sumarleyfinu

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Deilur hafa verið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um knatthús.
Deilur hafa verið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um knatthús. Vísir/Daníel
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði eru afar ósáttir við vinnubrögð meirihlutans varðandi breytt áform um byggingu knatthúss í bænum. Ákveðið var á fundi bæjarráðs síðastliðinn miðvikudag að falla frá áformum um að bærinn reisti nýtt knatthús í Kaplakrika. Samþykkt var að bærinn keypti tvö knatthús af FH sem myndi reisa nýtt hús á eigin ábyrgð.

Í tilkynningu sem bæjarfulltrúar minnihlutans sendu frá sér er farið fram á fund í bæjarstjórn vegna málsins. Þá er gagnrýnt að ákvörðunin hafi verið tekin á fundi í miðju sumarleyfi þar sem einungis þrír af ellefu bæjarfulltrúum hafi samþykkt hana.

Skammur fyrirvari hafi verið á tillögunni og verulega skort á gögn og upplýsingar. Þá er lögmæti ákvörðunarinnar dregið í efa enda nái umboð ráðsins í sumarleyfi eingöngu til að tryggja eðlilega afgreiðslu mála í stjórnkerfinu en ekki til stefnumarkandi ákvarðana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×